Andvari - 01.01.1938, Side 61
Andvari
Frá óbyggðum II.
57
ingana báða og tvö lömb í tilbót. Móti Hraunárdal eða
örlitlu utar gengur Kiðagil suðvestur frá fljótinu. Neðst
í því að norðanverðu heita Áfangatorfur. Þar var án-
ingarstaður á Sprengisandsvegi hinum forna. Nú liggur
vegurinn vestan við Kiðagilshnjúk. Kvísl úr Ódáðahrauni
hefir lagzt út Hraunárbotna, ofan dalinn allan og síðan
niður með Skjálfandafljóti út undir Öxnadal. Það heitir
Kvíahraun, en Kvíar niður frá hraunkambinum að Krók-
dal. Þar er gróður nokkur milli fljótsins að austan og
hamrabrekku, er verður vestan í dalnum.
í Hraunárbotnum er illur vegur. Hrauná fellur um
þá vestanvert í tveim kvíslum og viðsjálum báðum vegna
stórgrýtis í botni. Síðan er yfir hraunið að fara, stór-
skorið apalhraun, sem væri ófært með öllu, ef ekki hefði
borizt í það ógrynni af flugsandi, og verður þó að fara
það með fullri varúð. Syðst í hrauninu rennur lækur,
sem kemur úr tjörn upp með hraunbrúninni og hefir
borið leir út á hraunið, svo að gróður náði viðgangi.
laekinn heitir Laufrönd og er alkunnur áningarstað-
Ur þeirra, er hér fara um. Áðum við þar einnig eftir 2
hma för af fitinni góðu. Ekki undu hestarnir haganum
Vel enda var lítið að hafa nema loðvíði. Sunnar með
hrauninu er annar hagablettur, við Hitalaug, lítill en
Soður, en hann var of langt úr leið.
þe9ar hrauninu sleppti, héldum við til suðurs um slétta
Sanda, er við nefndum Tryggvaskeið, og nær það upp
á móts við Steinfell, en það er há jökulalda, ílöng út
°S suður, og stendur steinn á. Þá tóku við ruðningshól-
ar um sinn, unz við komum að Sjálfandafljóti við Mar-
|einsflæðu. Þar er svo háttað, að eyrar verða með fljót-
lnu undir bröttum melabökkum og á þeim mosateyging-
ar með undra fögrum græðum af gullbrá og tröllastakki,
en hestahagar eru þar engir. >Flæður« heita víða á