Andvari - 01.01.1938, Page 67
Andvari
Frá óbyggðum II.
63
litlu, og var þá eftir á að gizka klukkutíma ferð að Kistu-
felli. Sá vel austur þangað og inn í krókinn, sem verður
vestan undir því, en litlu norðar bar (Jrðarháls, ávala bungu.
Ofan við fellið litla var afhvarf upp í jökulinn og í
því hverhnípíur íshamar. Mátti þar greina mörg árslög
í ísnum, líkt og hann væri hlaðinn upp úr strengjum, og
sums staðar aska á milli. Hér var saga jökulsins skráð,
en ártölin skorti. Ungar jökulöldur lágu fram á fellið,
°9 á öllu þessu svæði var jökuljaðarinn flatur og virtist
hopandi.
Sórfenglegt var útsýnið af fellinu. Jökullinn úrugur
að baki, en framundan sá ofan yfir Ódáðahraun í tindr-
andi bláma undir hinu þokuþunga lofti. Gígar og hraun-
strípar stóðu upp úr sléttunni, og í hinni ótrúlegu, þöglu
auðn, skaut því ósjálfrátt upp í huganum, að þarna lægi
hérað, byggt og numið einhverri bergþursa þjóð og
blómlegt á sína vísu. Eða var það æfintýraland, sem
staðið hafði forðum með bæjum, túnum og fénaði, en
síðan sætt illum álögum og skyndilega stirðnað í stein ?
Nei> hér var ekkert því líkt, heldur náttúran að skapa
nVÍa jörð.
Heim á leið.
Við snérum nú til baka og héldum rakleitt vestur yfir
a*sinn og niður hjallana að Gæsavötnum. Komið var
að kvöldi og hestarnir banhungraðir og þvengmjóir eft-
lr sólarhringsstöðu á hagleysunni. Bjuggumst við nú í
s Vndi og riðum sem hvatast niður að Volgulaug. Þar
a Um við, meðan hestarnir rifu það í sig, sem þeir leifðu
ast. Af Marteinsflæðu miðri snérum við vestur yfir
>otlð. Það var yatnslítið, ekki nema milli hnés og kvið-
er> en grýtt í botni og straumhart nokkuð. Uppi á flöt-
m malarhjalla vestan við fljótið komum við á hagafit,