Andvari - 01.01.1938, Page 74
70
Staðþekking og áttamiðanir Njáluhöfundar
Andvari
og Dr. Einar dregið fram mörg dæmi þeirri skoðun til
styrktar og verða sum þeirra með engu móti wéfengd.
Má þ.ar til nefna frásagnirnar um Goðaland, Þórsmerkur-
byggð og um dalinn að Bergþórshwoli.
Þwí verður þó ekki móti mælt, að höfundurinn hefir
haft til að bera meiri kynni af staðháttum innan Rangár-
þings en vænta mætti af ferðamanni, sem nokkrum sinn-
um hefði átt leið um héraðið. Staðþekking hans í ná-
grenni Rangár hinnar eystri ber þess Ijósast merki. Hún
stingur meira að segja í stúf við þekkingu hans á innsta
kjarna sögusvæðisins, ef svo mætti að orði kveða um
Landeyjar og Fljótshlíð.
Þær veilur, sem fræðimenn hafa þótzt finna á stað-
þekkingu Njáluhöfundar við Rangá, munu vera sprottnar
af misskilningi eða vanmati. Til er fornt orðtæki, sem
hljóðar svo: »að allir vegir liggi til Róm«. Ósjálfrátt
dettur manni þessi málsháttur í hug við lestur Njálssögu,
því að það er öldungis eins og Njáluhöfundi hafi fundizt
allir vegir um Rangárvöllu liggja til Keldna. Dr. Kálund
hefir réttilega bent á það athyglisverða atriði, að svo sé
að sjá, sem leiðir Gunnars á Hlíðarenda liggi upp með
Rangá eystri og yfir vöðin í nágrenni við Keldur, hvort
heldur er að ræða um ferðir yfir norðanverða Rangár-
völlu eða suðvesturhluta héraðsins. Þykir honum hið síðar
talda undarlegt, þareð hin skemmsta leið frá Hlíðarenda
þangað sé meðfram Þverá.
Þegar Gunnar kemur frá Bræðratungu, liggur leiö
hans fram hjá Knafahólum og er það að vonum, ÞV1
alfaravegur af efri Rangárvöllum til Fljótshlíðar lá ein-
mitt yfir vöð hjá Keldum. Á hinn bóginn er það eftir-
tektarverðara, að Melkólfur þræll frá Hlíðarenda leggur
leið sína heim upp með Rangá, eftir að hann hafði
framið stuldinu í Kirkjubæ. Sama máli gegnir um ferð