Andvari - 01.01.1938, Page 79
Andvari Staðþekking og áttamiðanir Njáluhöfundar 75
bakkann öðrum megin. Þar stóð Hallgrímur á uppi og
þeir bræður*. Þarf hér ekki að rekja þá frásögu lengra,
Því að hún ber öll þess ljós merki, að Njáluhöfundur
hefir haft felustaðinn skýrt fyrir hugskotssjónum sínum,
er hann lýsti vopnaviðskiptunum.
I riti sem Njálssögu þarf það engum að koma á ó-
vart, þótt staðþekking höfundar hafi haft drjúg áhrif á
efnismeðferð hans Einmitt af þessum orsökum ber svo
oierkilega mikið á Eystri-Rangá, Þríhyrningi og Þrí-
hyrningshálsum í frásögnunum. Frá Keldnabænum blasir
hinn einkennilegi Þríhyrningur við sjónum og verður
hverjum, sem dvalið hefur þar, ógleymanlegur. Vfir Þrí-
hyrningshálsa lágu leiðirnar frá vöðunum hjá Keldum aust-
Ur um til Fljótshlíðarinnar. En það, sem þó mest er ein-
hennandi í þessu efni, er það, hvernig Njáluhöfundur
minnist Rangár hinnar eystri. Á hans máli ber hún að
e>ns heitið Rangá, öldungis eins og engin önnur Rangá
v*ri í nágrenninu. Við Rangá eystri virðist Njáluhöf-
undur hafa dvalið um lengri eða skemmri tíma. Þess-
Ve3na er áin honum svo hugleikin, að hann gleymir að
Serkenna hana. Það er eina nothæfa skýringin á þessu
merkilega fyrirbæri.
Dr. Einar Ólafur Sveinsson hefir bent á þrjú dæmi
Uln staðháttu, sem Njáluhöfundur lýsi af sérstaklega ná-
inni þekkingu. Það er við Kringlumýri, á Þingvöllum
°9 á Bláskógaheiði. Ætlar dr. Einar, að hin víðfeðma
slaðþekking hans sé fengin á alþingisreiðum. Um þekk-
ln9u höfundar á sjálfum þingstaðnum segir Dr. Einar:
*Það er s£ staður, sem með öruggastri vissu verður
UllVrt, að söguritarinn hefir oft stigið fótum á. Hann
^unnist jafnan á staðháttu þar með orðum gagnkunn-
u9s manns*.
^essi umsögn hins varkára vísindamanns er óyggjandi.