Andvari - 01.01.1938, Page 80
76
Staðþekking og áttamiðanir Njáluhöfundar
Andvari
Um leið öðlumst vér þau sannindi, að Njáluhöfundur
hafi oft átt í alþingisferðum, því ekki er það ætlandi,
að hann hafi rannsakað staðháttu með söguritunina fyr-
ir augum. Til þess bendir ekkert. Þvert á móti bera
frásagnirnar stundum skýr merki þess, að höfundurinn
hefir alls ekki gert sér mikið far um að vera sem ná-
kvæmastur í staðháttalýsingum. Má nefna þess fjöl-
mörg dæmi, svo sem frásagnir hans um ferðalög í Rang-
árþingi, að ógleymdum dalnum í hvolnum við heimili
aðal-söguhetjunnar.
Því er auðsvarað, hvaðan leið söguriíarans til alþing-
is muni oftast hafa legið. — Ad austan. Hér skiptir
það engu, þótt hann bersýnilega viti glögg skil á fjall-
vegunum frá Þingvöllum til Borgarfjarðar, þekki Hall-
bjarnarvörður, Súlur, Þverfell, Baugagil og Skorradals-
leit. Það er að sjálfsögðu heildarþekking höfundar á
staðháttum hinna ýmsu landsfjórðunga, sem hér sker úr,
og í því efni er stórfelldur munur á Austur og Vestur-
landi. Tökum t. d. upptalningu hans á gistingarstöðum.
Heita má, að af þeim sé óslitin röð frá Fljótsdalshéraði
til Þingvalla. En á leiðunum frá Þingvöllum vestur um
land er aðeins einu sinni getið um gistingarstað, sem se
Lund í Reykjadal hinum syðra. Það er þó í Njálssögu
enginn hörgull á frásögnum um ferðalög vestanlands.
Þeirri skoðun hefir mjög verið á lofti haldið, að Njálu-
höfundur muni vera Skaftfellingur, eða af Suðaustur-
landi. Staðfræðirannsóknirnar benda ekki fyrst og fremst
til þessa, heldur að höfundur sé úr Múlaþingi. Þangað
lágu leiðir fæstra annarra en Austfirðinga. Þar að auki
er staðþekking söguritarans á Austfjörðum svo örugS
og viss, að með öllu er ólíklegt, að hennar hafi verið
aflað einvörðungu á ferðalagi í eitt eða annað sinn.
Höfundur þekkir ekki aðeins afstöðu byggðarlaganna