Andvari - 01.01.1938, Qupperneq 89
Andvari StaÖþekking og áttamiðanir Njáluhöfundar
85
»Runólfur — hafði boðið Þráni heini og var á kveðið,
að hann skyldi koma austur, er þrjár vikur væru af vetri
e<5a mánuður. — Riðu þeir (Þráinn) austur yfir Mark-
arfjót*. Njálssynir »fóru upp í Rauðaskriður og biðu þar;
máttu þeir þaðan sjá, þegar hinir riðu austan frá Dal«.
»Kári reið þaðan austur yfir ár og svo til Fljótshlíðar
°2 austur yfir Markarfljót og svo til Seljalandsmúla. Þeir
riðu austur í Holt. Þorgeir tók við þeim með hinni
mestu blíðu«. — »Síðan riðu þeir austan á Rangárvöllu
til Marðar Valgarðssonar*. — »Reið þá Þorgeir austur
aftur*. »Þorgeir skorargeir reið austan með liði miklu,
beir riðu þar til þeir kæmu til Hofs til Marðar Val-
Qarðssonar*.
Svona mætti lengi telja upp dæmin, en þess gerist
engin þörf. Að eins er vert að benda á það, að stund-
urn er greint frá alllöngum ferðalögum innan Rangár-
Wngs í vestlæga stefnu, án þess nokkur áttarmiðun fylgi,
svo sem frá Hlíðarenda til Odda og frá Bergþórshvoli
til Þjórsárdals og Þjórsár. Hefði þó mátt vænta átta-
miðana í slíkum tilfellum.
Á hinn bóginn notar Njáluhöfundur iðulega »austur«
^a er hann talar um mjög skammar vegalengdir, svo
Sen> milli Grjótár og Dals, Holts og Skóga, Markar-
fiióts og Seljalandsmúla, Þríhyrningshálsa og Fljótshlíðar
°* s. frv. Síðasta dæmið er auk þess harla merkilegt að
því leyti, að hér hefði mátt vænta, að söguritarinn hefði
s3mkvæmt venju sinni á notkun áttamiðana haft >ofan«
en ekki »aus/ur«, því Þríhyrningshálsar liggja fyrir ofan
^ijótshlíðina. En þetta er skiljanlegt. Ef söguritann hefir
Um alllangt skeið dvalið á Efri-Rangárvöllum, við Eystri
^an2á, svo sem áður var á drepið, eru mistökin auð-
skýrð. Frá Keldnavaði lá leiðin ausíur til Fljótshlíðar
Vfir Þríhyrningshálsa.