Andvari - 01.01.1938, Page 91
Andvari Staðþekking og áttamiðanir Njáluhöfundar
87
I heild sinni sýna þá áttatáknanir Njálssögu þetta:
Höfundurinn er alinn upp í Múlaþingi, en skrifar sög-
Ujia í Árnesþingi. Af staðþekkingu hans má auk þess
ráða, að hann hafi oft átt í alþingisferðum og verið
sagnkunnugur álfaraleiðum austan um land til Þingvalla.
Þar við bætist svo loks, að staðþekking söguritarans
v'ð Eystri-Rangá og á leiðinni til Keldna ber mjög
SV‘P átthagaþekkingar.
III.
Þorvarður Þórarinsson er fæddur að Valþjófsstað í
Fljótsdal, um eða nokkru fyrir 1230, og þar mun hann
hafa alizt upp. Bjó Þorvarður síðar um hríð að Hofi í
^opnafirði. Var hann, svo sem kunnugt er, höfðingi þeirra
Áustfirðinga um langan aldur og átti því oft í þingreið-
Utu. Á meðan Brandur Jónsson föðurbróðir hans var á-
bóti að Þykkvabæ, hefir Þorvarður eflaust oft lagt leið
Sina hjá þeim stað, og mátti því vera gagnkunnugur
u]lum staðháttum við Kringlumýri og víðar í Skaftafells-
^ingi. Að sjálfsögðu hefir Þorvarður jafnan á alþingis-
ferðum sínum einnig heimsótt tengdaforeldrana á Keld-
um og farið þá yfir Þríhyrningshálsa.
Árið 1273 hafði Þorvarður tekið sýslu fyrir sunnan
heiðar og bjó í Odda, en flutti brátttil Keldna. Nokkr-
Urn árum síðar mun hann hafa misst sýslu sína fyrir
SUnnan og farið til fyrri heimkynna austur á land. En
1289 er hann að nýju fluttur búferlum suður og býr nú
Arnarbæli í Ölfusi. Sjö árum seinna andaðist hann.
Frá því er greint í Sturlungu, að á Margrétarmessu
ar,ð 1255 hafi Þorvarður Þórarinsson sett Þorgilsi skarða
s*efnumót á vestanverðri Bláskógaheiði. Hafði Þorvarð-
Ur þá ráðið atför að þeim Hrafni Oddssyni og Eyjólfi
°fSa- Stefnumótsstaðurinn hefir sýnilega verið í námunda