Andvari - 01.01.1938, Page 93
Andvari
Kreppa og kreppuráðstafanir
í Ástralíu.
Fyrsti áratugurinn eftir ófriðinn mikla var framfara og
velgengnistími fyrir Ástralíubúa, þó að nokkur afturkipp-
Ur yrði árið 1921. Utflutningur á ull og hveiti óx með
hverju ári, og seldist fyrir gott verð. Nýjar iðngreinar
þutu upp og farnaðist vel. Það var greitt fyrir innflutn-
lu9i manna, og þúsundir landnema fluttust árlega til
Astralíu. Það greiddi og fyrir öllum þessum framförum,
mikil lán voru tekin í Bretlandi til margs konar opin-
berra framkvæmda, t. d. vatnsveitna, landnáms og rækt-
u«ar og þvílíks. Að svo miklu leyti, sem lán þessi juku
framleiðsluna og frjósemi landsins, voru þau réttmæt, en
siim fyrirtækin, sem lánsfé var varið til, mistókust hroða-
ie9a. Svo var þetta um landnámsstyrki til Breta, sem
settust að víðs vegar í landinu. Feiknafjárhæðum var og
varið til þess að hjálpa hermönnum, sem komu úr ófriðn-
Utu mikla, til þess að setjast að í sveitum, en þetta gafst
illa, vegna þess að fjöldi þessara manna kunni ekki
Wbúskapar. Stundum reyndust og landkostir rýrari en
°úizt var við.
Mörgum árum áður en kreppan skall yfir, sáu ýmsir
larmálafræðingar og aðrir vitrir menn, hvert stefndi. Mér
er það minnisstætt, hversu sumir kunningjar mínir, sem
Uoru kaupmenn í Melbourne, sýndu glögglega fram á það
a árunum 1925—28, að við lifðum í a fool’s paradise,
P'e a. s. »f heimskra manna paradís*, eins og Englendingar