Andvari - 01.01.1938, Page 96
92
Kreppa og kreppuráðstafanir í Ástralíu
Andvnri
Allsherjarstjórnin og formaður hennar, Bruce, leiðtogi
þjóðræknis- eða íhaldsflokksins, sem bar ábyrgð á hinni
miklu eyðslu undanfarið og þessum hóflausu Iántökum,
sáu nú, að ekki varð hjá því komizt, að breyta algerlega
um stefnu. Lagði stjórnin því nýja stefnuskrá fyrir þjóð-
ina, sem gerði ráð fyrir stórfelldum sparnaði. Slíkur
sparnaður hlaut hins vegar að hafa í för með sér mikla
lækkun á verkakaupi og launum, en verkamannafélögin
snerust af alefli gegn allri kauplækkun. Verkamanna-
flokkurinn ástralski ræður yfir hér um bil helmingi at-
kvæða. Við kosningarnar, sem fóru í hönd (1929), greiddi
mikill hluti af 250000 embættis- og starfsmönnum stjórn-
arinnar atkvæði með verkamönnum, til þess að komast
hjá launalækkun. Sennilega hafa og margir af smærri
kaupmönnum gripið til sömu úrræða, af ótta við það>
að öll verzlun mundi ganga saman, þegar stjórnin hafði
lítið fé milli handa og framkvæmdir minnkuðu. Kosn-
ingum þessum lauk því með fullum sigri verkamanna,
og komst ný stjórn til valda undir forustu Scullins.
Scullin forsætisráðherra reyndi af fremsta megni, að
komast hjá kauplækkun. En fjárhagurinn vildi ekki batna,
heldur þvert á móti. Enski fjármálamaðurinn Otto Nie*
meyer, sem kom til Ástralíu 1930, aðvaraði nú stjórnina
alvarlega, og kvað það óumflýjanlegt að breyta um stefnu-
Ástralskir fjármálamenn lögðu nú ráðin á og lögðu áætl'
anir sínar fyrir stjórnina, sem var þó ófús að fara eftir þeim-
Til þess að jafna verzlunarhallann hækkaði Scullin mn'
flutnir.gsgjöld meira en nokkru sinni fyrr, og bannaði al-
gerlega innflutning á ýmsum vörum, sem taldar voru mun-
aðarvörur. Varð þetta til þess, að innflutningur frá Bret-
landi, sem hafði verið 54 miljónir punda, féll niður í tæpa
15 milj. punda árið 1931.
Þrátt fyrir allt þetta, héldu skuldirnar áfram að aukas •