Andvari - 01.01.1915, Blaðsíða 68
60
Fiskirannsóknir
ferðir. Árhringar myndasi, en þó all-misgreinilegir,
í hreistri, kvörnum og ýmsum beinum, þar á meðai
í hryggjarliðunum. Um vaxtarmerkin í hreistinu er
þess að geta, að þau eru yfirleitt fremur dauf, vetr-
arrákirnar eru eins og mjóar rákir á milli sumar-
beltanna og sjást greinilega við 10—20-falda stækkun,
en þó aðeins frá 3—4 fyrstu árunum; á eldri fiskum
rennur alt meira saman í eitt, svo að hreistrið er bezt
til aldursákvarðana á ungum þorski (þyrsklingi
og stútungi). Árhringarnir í hryggjarliðunum eru
heldur ekki vel greinilegir á eldra fiski, aftur á
móti eru glögg aldursmerki á liinum þunnu þrí-
hyrndu beinum (coracoideum) í framanverðri (neðan-
veðri) eyruggarótinni, og þykja sumum þau bezt til
þess að sjá aldurinn á. Loks eru kvarnirnar; í
mjög ungum, 1—3 vetra þorski má vel sjá aldur
fisksins á þeim, þegar horft er á þær hráar eða
uppbleyttar í vatni, með beru auga, eða mjög veiku
stækkunargleri, upp við birtuna; velrarrákirnar koma
þá fram eins og hálfglæjar línur á dekkra grunni,
jafnhliða rönd kvarnarinnar, en á eldra fiski verða
kvarnirnar þykkvari og ógagnsæjar, svo að línurnar
sjást aðeins næst röndinni, en hinar innri (eldri)
hverfa, verður þá að slípa kvörnina, annað hvort á
kúplu hliðinni, eða, sem betra er, brjóta hana í
sundur í miðju og slípa svo bæði sárin á mjúkum
hverfisteini; sé svo hinum slípta íleti haldið upp við
birtuna (gott iampaljós hefir mér reynst bezt), má
sjá alla árhringana í sárinu. Á yngri íiskum en
7—8 vetra sjást árhringarnir mjög glögt, með sára-
fáum undantekningum, og oflast á íiskum, sem eru
12—15 vetra, og það með stækkunargleri, sem slækk-
ar tvisvar eða þrisvar sinnum. Þessa aðferð liefi