Andvari - 01.01.1915, Blaðsíða 80
72
Fiskirannsóknir
c. Viðbótar-upplýsingar um útbreiðslu tréœtunnar
(Limnoria lignorum RathkeJ við strendur íslands.
í skýrslum mínum í Videnskabelige Meddelelser
fra Naturhist. Forening i Köbenhavn 1903 og í And-
vara 1904 gat eg þess, að eg hefði fundið þetta
krabbadýr eða merki eftir það við suður- og vestur-
strönd Jandsins, í Vestmannaeyjum, Hafnarilrði og
Reykjavík, á Búðum(?), Bíldudal, Þingeyri við Dýra-
fjörð og á ísafirði, og svo á Djúpavogi á auslur-
ströndinni.
Síðan hefi eg á ferðum mínum, eða á annan
hátt reynt að komast eftir því, hvort skaðræðisskepna
þessi væri ekki viðar hér við land, og lieíi
eg fengið vitneskju um hana á neðangreind-
um stöðum, þar sem eg vissi ekki af nenni
áður.
1. í Keflavík við Faxaflóa. Eg fékk
sýnishorn af etnu tré úr bryggjunni þar,
inæta, vorig 1903 og heíi sjálfur séð þar síðan,
stækkuð ... J , .
5 sinnum að þær eru mjög etnar, líkt og í Reykjavík,
eins og líka við mátti búast. — Aftur á móti heíi eg
ekki fundið neitt í bryggjum á Akranesi, og er það
nokkuð undarlegt, þar sem skilyrðin virðast lík.
Hugsast gæti þó, að hið mikla brim þar og sandrótið
sem því fylgir, gæti hamlað því að dýrið þrifist þar.
2. Sumarið 1907 fann eg fjöl úr bryggju í Stykk-
ishólmi alla etna eftir tréætuna og síðar (sumarið
1909) hefi eg orðið þess betur var, að hún etur þar
bryggjur, en lifandi hefi eg þó ekki fundið hana þar.
Bryggjuna í Skarðstöð skoðaði eg vandlega í stór-
straum sumarið 1908. Hún var alveg óetin.
3. Haustið 1909 var Jóhannes Davíðsson, út-