Andvari - 01.01.1915, Blaðsíða 143
Heimilishættir Eskimóa.
135
faðir hennar og stunduðu þeir Roey veiðar saman.
Hann var víðfrægur fyrír það, hvað hann hafði
ókallega mikið og sítt skegg. Litjak hafði séð stúlk-
una einu sinni eða tvisvar sinnum áður en hann
fullvissaði mig um, að sér hefði eigi fyr en þá komið
það til hugar, að fá Pannigak fyrir konu. Báturinn
kom til Helluness árla morguns, og ætlaði að halda
lengra þann dag. En þegar hann var ferðbúinn, bað
Litjak félaga sína að hinkra við, meðan hann fyndi
Oblutok að máli og bæði dóttur hans sér lil lianda.
Kvaðst hann gjarna vilja halda áfram förinni með
þeim austur eftir, ef sér yrði synjað ráðahagsins, en
að öðrum kosti yrði hann eftir á Hellunesi. Þegar
málið var borið upp við Oblutok, kallaði hann lconu
sína á ráðstefnu og urðu þau sammála um það, að
eigi væri maðurinn svo göfugur sem skyldi, en leizt
þó ráð, að leila álits dóttur sinnar. Þegar Pannigak
var spurð, hverju liún mundi svara bónorðinu, sagði
hún að sér væri maðurinn eigi vel kunnugur, og
kvaðst því vilja virða hann fyrir sér fyrst. Geklc
hún þá út, en kom von bráðar aftur inn í tjaldið
og sagði foreldrum sínum, að eigi litist sér biðillinn
gjörfulegur, en þó mundi liún taka honum. Bátur-
inn héll þá leiðar sinnar, en Litjak varð eftir og
gerðist heimamaður Oblutoks.
í Þorralok fór ég frá Tuktuyaklok til Iierschel-
eyjar og kom þá við á Hellunesi. Þar voru þá eigi
aðrir en Roey og Oblutok með fjölskjddur sínar,
og var þá orðið þröngt í búi hjá þeim. Þeir intu
eftir um hag Ovauyaks og sagði ég þeim, að hann
ætti nógan fisk. Oblutok vildi þá þegar í stað fara
þangað. En Litjak var það eigi að skapi. Hann kvað
sér farið að leiðast að lifa á eintómum fiski. Sagð-