Andvari - 01.01.1915, Blaðsíða 118
110
Ýlingar og lendingar o. fl.
»eyrar« þessar upp úr um stórstraumsfjöru nálægt sand-
inum eða ströndinni. í þessum »eyrum« er laus sand-
ur; þær breytast þess vegna iðulega, hækka og lækka,
og »/iZið« eða »s/cörd« koma í þær, er fyllast svo aft-
ur eftir fáar vikur. Er það einkum í sunnanáttum
og miklu hafbrimi, að »hliðin« myndast. Straumur
verður svo harður milli brimfallanna út frá strönd-
inni af ölduganginum, að hann rýfur lægðir eða
»skörð« í »eyrarnar« til þess að leita jafnvægis aftur,
þar sem »hlið« er komið, getur straumurinn út á
milli »eyranna« lialdið »'hliðinu« við um lengri og
skemri tíma, og því stærri sem »eyrarnar« eru á
háðar hliðar við »hliðið«, því meiri verður straum-
urinn milli þeirra. Það eru einmitt þessi sund eða
»hliðin« milli »eyranna« sem farjn eru úr landi og í
land þegar róið er við »sandana«, og nokkur veruleg
hreyfing eða brim er í sjó, þvi á þeim fellur miklu
sjaldnar en á »eyrunum«, í kring. Er þetta bezta
»sjávarlagið« til útræðis eða sjósóknar. En sjávar-
lagið með »söndunum« er all-hreytilegt. Sumstaðar
er alt eilt grunn og »eyraklasi«, svo hvergi flýtur að
landi. Sumstaðar eru litlar »eyrar« eða grunn, en
svo aðdjúpt, að aldan fellur ekki nema í miklu brimi
fyr en hún kemur alveg að »sandinum«. Sé grunt í
»lánni« eða við »marbakkann«, fellur aldan — »land-
sjórinn« — á »lykkju« sem kallað er, og er það mjög
hættulegt til »ýtingar« og »lendingar«, því þess hátt-
ar holföll — »holskellur« — hera hvorki skip né lyfta
þeim, heldur vaða yfir þau og kæfa eða hvolfa, en
þá er ógæfan vís Sé aðdjúpt upp að »marbakka«
eða sandinum, verður »Iandsjórinn« hetri viðureign-
ar, múgasjór hættuminni en holsjór. Hár »marbakki«,
sem illa fellur upp á, er hættulegur til lendingar.