Andvari - 01.01.1915, Blaðsíða 108
100
Herbúnaöur íslendinga.
um, hvernig þeir eigi ad vinna sigur á þessum hernaði
framvegis, eða öllu heldur, hvernig þeir eigi að verjast
þvi, að þessi óvinaher — sem raunar verður aldrei sigr-
aður eða gerður útlœgur — geti unnið þeim eins mikið
tjón hjer eftir, og liann hefir unnið að undanförnu?
Ókunnugir mættu ætla að svo væri, en hvað
ætli að reynslan sýni?
Hafísinn hefir nú í langan tíma sjeð íslendinga
í friði, og á þeim tíma liefðu þeir ált að búa sig
undir næstu árás hans, sem altaf má búast við á
hverri stundu. Hvernig eru Islendingar útbúnir i nœsta
ófrið við hafísinn? Hvernig eru þeir við búnir til að taka
móti nœstu harðindum? Naumast verður talið óþarft
að íhuga það.
Fyrir 34 árum byrjaði ein af þessum illræmdu
harðindaskorpum, sem oft hafa heimsótt þetta land.
Hún var sú síðasta, sem íslendingar hafa nú sögur
af, og stóð í 9 ár, eða frá 1881—88. Eftir þessum
harðindum æltu allir miðaldra menn og eldri að
muna. þeir, sem yngri voru, hafa að eins óljósar sagn-
ir af þeim, og er því von, þó að þeir hafi lilla eða
ranga hugmynd um afleiðingar þessara hörðu ára.
Hitt er undarlegra, að fullorðnu mennirnir sj'nast
bafa gleymt þessum síðustu harðindum. En við er-
um fremur ljettlyndir, og gleymum fljótt bágindunum
þegar batnar í ári. Og því höfum við ekki fest í
minni afleiðingar þessara harðinda, og alveg gleymt
að minna ungu mennina á það, að þess konar harð-
indakafiar hafa oft komið áður og muni þvi geta
komi? hjer eftir.
Frá þvi að síðustu liarðindunum ljetti af 1888
og út 19. öldina fengum við oftast góð ár, alls eng-
in veruleg harðindi, og á þeim tima vorum við víst