Andvari - 01.01.1920, Page 9
Andvaril,
/fsi -
Skiili Thoroddsen
ritstjóri og alþingismaður.
Eftir
Sigurð Lýðssou.
Þó að eg fyrir þrábeiðni forseta Þjóðvinafélagsins,
bafi tekist á hendur að rita nokkur orð í Andvara
um Skúla heitinn Thoroddsen ritstjóra og alþingis-
mann, er það hvorki af því, að eg þykist til þess fær
eða fallinn að rita æfisögu hans svo að í nokkru lagi
væri, sem meðal annars kemur af því, að eg kyntist
manninum ekkert fyr en hann var kominn töluvert
á fimmtugsaldur, og auk þess brestur mig sérstak-
iega kunnugleika til þess að greina frá afskiftum
hans af ýmsum héraðsmálum í því héraði, sem hann
dvaldist í bezta skeið æfi sinnar, en hins vegar vildi
eg ekki, að mér yrði að neinu leyti um það kent, að
hans yrði að engu getið í Andvara, því að þar á
hann áreiðanlega heima, samkvæmt því marki, sem
því tímariti var sett í upphaíi, og samkvæmt því
marki finst mér og samræmast, að aðallega sé rætl um
afskifti þeirra manna af þjóðmálum, sem þar er
á annað borð getið, enda verður lítt eða ekki að öðru
vikið hér.