Andvari - 01.01.1920, Page 10
II
Skúli Thoroddsen.
lAndvari.
Skúli Thoroddsen var fæddur í Haga á Barða-
strönd 6. janúar 1859 og var sonur Jóns sýslumanns
og' skálds Thoroddsens og konu hans Kristínar Þor-
valdsdóttur Sívertsens úr Hrappsey. Faðir hans dó
1868 og fluttist móðir hans þá ásamt börnum sínum
til Reykjavikur. Skúli gekk inn í lærðaskólann 1873,
tók fjnri hluta burtfararprófs 1877 og stúdentspróf
1879, hvorttveggja með mikið góðum vitnisburði. Við
stúdentsprófið hafði að eins einn af sambekkingum hans
tveimur stigum hærri einkunn, enda var Skúli náms-
maður í bezta lagi og stundaði nám sitt kappsam-
lega. Samtímis honum útskrifaðist Sigurður Slefáns-
son prestur og alþingismaður í Vigur og má sjá af
gömlum skólaritum, að talsverðar deilur hafa þá
verið milli pilta og höfðu þeir Sigurður og Skúli
aðalforustu annars flokksins.
Sama sumarið og Skúli varð stúdent, sigldi hann
til Kaupmannahafnar og tók að lesa lög við háskól-
ann þar og lauk prófi 1 þeim 19. janúar 1884; hafði
»laud« í 6 námsgreinum af 8 og mun þó enginn ís-
lendingur hafa lokið lagaprófi á skemri tíma eftir því
fyrirkomulagi, sem þá gilti og að eins einn eða tveir
á svipuðum tíma. t*að er heldur ekkert vafasamt, að
gáfnafar Skúla hefir verið vel lagað fyrir laganám,
enda gaf prófessor Goos, sem var einn af kennurum
hans, og einn af helztu lögfræðingum Dana, honum
beztu meðmæli í tilefni af því, að hann að loknu
embættisprófi sótti um styrk til þess sérstaklega að
leggja stund á íslenzk lög. Segir Goos í meðmælum
þessum, að hann byggi dóm sinn um Skúla ekki að
eins á prófinu, sem út af fyrir sig sé mjög gott,
heldur á þeirri kynningu, sem liann hafi haft at hon-
um á námsárunum, og segist hann ávalt hafa álitið,