Andvari - 01.01.1920, Page 11
Andvari]. Skúli Thoroddsen. III
að hann væri fær um visindanám og til þess trúandi,
að hrinda islenzkum lagavísindum áleiðis og mælir
því hið bezta með styrkbeiðni Skúla.
Ekkert varð samt úr því, að Skúli fengi styrk til
þess að halda náminu áfram, og hvarf hann þá aftui1
hingað heim til íslands.
Vitaskuld hefir Skúli á Hafnarárunum stundað nám
sitt af hinu mesta kappi, en eigi að síður mun hann
hafa fylgst mjög vel með stjórnmálum Dana á þeim
árum og vafalaust orðið fyrir nokkrum ábrifum af
sumum stjórnmálaleiðtogum þeirra, eins og flestir eða
allir íslendingar, er þá dvöldust í Danmörku, og
nokkurn pólitískan þroska höfðu. Einmitt um þetta
leyti stóð hin ákafasta deila milli hægrimannastjórn-
arinnar, sem Estrup veitti forstöðu og efri deildar
þingsins (landsþingsins) annarsvegar og fólksþings-
ins, sem studdist við mikinn meiri hluta almennings
hinsvegar. Deilan stóð aðallega um það, hvort æðstu
völdin ættu í raun og veru að vera hjá konungi og
stjórn, er hann skipaði samkvæmt geðþótta sínum ein-
um, eða hjá konungi og stjórn, er væri í samræmi
við meiri hluta þjóðarinnar. Islendingar hölluðust þá
nær undantekningarlaust að þjóðstjórnarmönnunum
— sem kallaðir voru vinstrimenn — og mun það
hafa komið bæði af því, að stjórnin var ekki þokka-
sæl af þeim fyrir afskifti sín af íslandsmálum, og í
annan stað af því, að langflestir íslendingar eru í
eðli sínu þjóðstjórnarmenn og voru það þó kanske
enn þá frekar þá. Sá stjórnmálamaður Da.na, sem
sennilega hefir hrifið íslendinga mest, var Viggo
Hörup, sem um langt skeið var ritsljóri aðalblaðs
vinstrimanna, og munu margir af þeim, sem kyntust
blaðamensku hans og ræðtisnild á námsárum sínum