Andvari - 01.01.1920, Síða 13
Andvari].
Skúli Thoroddsen.
V
tíma, en Skúli sýndi þá þegar, hver verkmaður hann
var, enda tók hinn setti amtmaður, sem þá var í
Suður og Vesturamtinu, Magnús Stephensen, síðar
landshöfðingi, það fram í bréfi til Skúla sumarið
eftir, að hann áliti, að hann hefði staðið svo vel i
embættinu, að hann teldi rétt og sanngjarnt, að hann
fengi veitingu fyrir því, þótt einhver nokkuð eldri
sýslumaður sækti á móti honum og hefði sér virzt
þáverandi landshöfðingi (Bergur Thorberg), sem hann
hefði átt tal við um málið, vera á sömu skoðun.
Endirinn varð líka sá, að Skúli fékk veitingu fyrir
embættinu 6. desember 1885.
Eins og áður er að vikið, var Skúli afburðamaður
til skrifstofustarfa, enda mun hann að mestu hafa
rekið þetta umfangsmikla embætti aðstoðarlaust allan
þann tíma, sem hann gegndi þvi, en eigi að siður fór
því fjarri, að hann þar fyrir léti önnur mál afskifta-
laus. t*vert á móti lét hann mikið til sín taka bæði
í héraðsmálum og almennum þjóðmálum á embættis-
árum sinum, enda var margt, sem kippa þurfti í lag
í héraðinu og stórmál mörg á dagskrá þings og þjóðar.
Efst á baugi allra mála var þá stjórnskipunarmálið
— endurskoðun stjórnarskrárinnar. Eftir að af mönn-
um var runnin þjóðhátiðarviman, höfðu þeir fundið,
og fundu alt af betur eftir því, sem árin liðu, að
stjórnarskráin var mein-gölluð. Stjórnarskrárbreyt-
ingu hafði verið hreift þegar á þingi 1881 og 1885
náði hún samþykki beggja þingdeilda. Þetta mál var
bæði þá og síðar Skúla mesta áhugamál, svo var og
um marga góða menn í ísafjarðarsýslu, en þeir fundu,
að eitthvað þurfti að gera til þess að vekja og efla
áhuga almennings fyrir málinu og til þess töldu þeir,
sem vafalaust var lika rétt, blaðstofnun áhrifamestu