Andvari - 01.01.1920, Síða 14
VI
Skúli Thoroddsen.
[Andvari,
og færustu leiðina. En nú var svo ástatt vestur þar,
að þar var engin prentsmiðja til. Tóku þeir sig þá
saman um að stofna félag til þess að koma á prent-
smiðju, og munu þeir Skúli og síra Sigurður Stefáns-
son í Vigur hafa haft mestu forgöngu þess máls, og
var félagi þessu komið á fót 1885, en til prentsmiðju-
reksturs þurfti konunglegt leyfisbréf og það ætlaði
ekki að ganga þrautalaust að fá það. Fyrst sótti
Skúli sjálfur um prentsmiðjuleyfi, en var synjað um það,
vegna þess, að slíkur atvinnurekstur væri ósamrýman-
legur starfi hans sem lögreglustjóra; síðar sótti einn af
hluthöfunum, en þá þótti vanta ýms skilríki og
dróst málið svo á langinn, að leyfið fékst ekki fyr
en haustið 1886, og ekki fyr en eftir að fyrirspurn
hafði verið gerð um það á aukaþinginu þá um sum-
arið, en þegar leyfið var fengið tók félag þetta, sem
hét prentfélag ísfirðinga, að gefa út blað, sem nefnt
var Þjóðviljihn, og kom 1. tölublaðið út 30. októ-
ber 1886. Frá byrjun mun Skúli hafa skrifað mikið
í blaðið, sem ræddi bæði almenn landsmál og hér-
aðsmál. Sérstaklega var stjórnarskrármálið rætt þar
ítarlega. Alþingisfrumvarpið frá 1885 hafði verið sam-
þykkt óbreytt á aukaþinginu 1886, að afstöðnu þing-
rofi og nýjum kosningum, en fáir gerðu sér von um
staðfestingu, enda hafði stjórnin sent landsmönnum
boðskap haustið áður, þar sem þeir eru varaðir við
að fara að leggja út í árangurslausa stjórnarskrár-
baráttu. Pjóðviljinn var frumvarpinu eindregið fylgj-
andi, en dró þó enga dul á, að honum þætti það í
sumum atriðuin fara of skamt, og vildi láta búa
betur um hnútana að ýmsu leyti, en telur þó að
vægja megi til, ef hægt sé að fá aðalatriðið, alinnlenda
stjórn, því að oss sé fýrir llestu að losast við hið