Andvari - 01.01.1920, Side 15
Andvari].
Skúli Thoroddsen.
VII
danska ráðgjafavald sem fyrst. En meðan stjórnin
geri engar tilslakanir sé ekki um annað að gera en
faalda fram ítrustu kröfum.
Mörg af einkennum Skúla sem stjórnmálamanns
komu í ljós þegar á fyrstu árum Þjóðviljans og má
þar fyrst nefna afstöðu hans til þjóðræðisins. Hann
hélt því þá þegar fram eins og jafnan síðan, að í
stjórnmálum ætti meiri hluti þjóðarinnar skilyrðis-
laust að ráða, hann neitaði því að vísu ekki, að
meiri hlutinn gæti komist út á glapstigu, en þar sem
það þá yrði þjóðin öll, sem fyrir skellinum yrði,
væri engin önnur leið, en að láta hann ráða.
Hann ætti alt af meiri rétt á sér en minni hlutinn
og einhvern veginn yrði fram úr málunum að ráða.
Þetta kom líka til af því, að hann hafði alveg sér-
staklega sterka trú á heilbrigðri eðlishvöt og réttdæmi
alþýðu, þar af leiddi meðal annars, að hann vildi
láta almenning sjálfan kjósa embættismenn sina, og
kemur þessi skoðun fram þegar í 1. árgangi Þjóð-
viljans, þar sem hann finnur prestkosningarlögunum,
sem þá voru nýgengin í gildi, það til foráttu, að
söfnuðirnir eftir þeim verði ekki einráðir um skip-
un presta, án þess æðri embættisvöld gætu nokkru
þar um ráðið. Þar kemur og þá þegar í ljós annað
höfuðeinkeinkenni hans, sem stjórnmálamanns, og
það var, hve ant hann lét sér um einstaklingsfrelsið,
bæði skoðana- og athafnafrelsi. Honum er það full-
komlega óskiljanlegt hvers vegna nokkur getur haft
á móti því, að lögreglusljóri reki prentiðn, eða hverja
aðra atvinnu sem er, ef hann rækir embættisstörf
s'n sómasamlega. Hann var líka alla tíð á móti þvi,
að nokkur höft væru lögð á stjórnmálastarfsemi
einbættismanna, áleit blátt áfram, að það væri að