Andvari - 01.01.1920, Page 17
Andvari].
Skúli Thoroddsen.
IX
stjórnarskrármálinu fram í frumvarpsformi), urðu
miklar umræður um málið og var loks skipuð 7
manna nefnd í það. í þeirri nefnd fékk Skúli sæti
og varð framsögumaður hennar. Nefndin kom með
þrjár tillögar og voru tvær þeirra samþyktar að mestu
óbreyltar með öllum atkvæðum gegn einu, fór önnur
fram á að halda stjórnarskrármálinu áfram í frum-
varpsformi, en hin var áskorun lil þeirra alþingis-
manna, er eigi höfðu fylgt stjórnarskrárfrumvarpinu
á þinginu 1887, um að gefa kjósendum sínum loforð
um að fylgja málinu framvegis eða leggja niður þing-
mensku að öðru kosti. Þriðja tillagan, um að það
væri »æskilegast, að meðan stjórnarbaráttan stendur,
séu verzlunarviðskifti við Danmörku takmörkuð sem
inest«, var tekinn aftur af nefndinni. Fundu sumir
fulltrúar henni það til foráttu að hún gæti vakið
óvild hjá Dönum til íslendinga, sem spilt gæti fyrir
heppilegum framgangi málsins.
Á fundi þessum bar Skúli fram tvö mál sem hann
barðist mikið fyrir síðar, búsetu fastakaupmanna og
kvenfrelsismálið. Hafði báðuin þessum málum áður
verið talsvert hreift í Þjóðviljanum. Fundurinn tók
báðum málunum vel og samþykti áskoranir til þingsins
um að greiða fyrir þeim. Þá fékk hann og á þessum
fundi samþykt áskorun um að skora á alþingi að
koma á stofn sjómannaskóla hér á landi og að hans
undirlagi var samþykt á fundinum að leggja ekkert
fé til gufuskipafélagsins danska.
F^dgismenn stjórnarskrárendurskoðunarinnar þóttust
nú hafa vel um linútana búið og gerðu sér góðar
vonir um framgang málsins á næsta þingi. En það
fór á annan veg, því að á því þingi komu nokkrir
þjóðkjörnir þinginenn fram með miðlunarlillögu, aðal-