Andvari - 01.01.1920, Síða 20
XII
Skúli Thoroddsen.
[Andvari.
hljóti það ávalt að verða efst á dagskrá þjóðarinnar,
unz fengnar eru viðunanlegar lyktir og tilganginn
með sjálfstjórnarkröfum vorum telur hann vera »að
skapa skilyrðin fyrir þvf, að þjóð vor geti orðið »sinn
eigin gæfu smiður«, og kraftur hvers einstaks geti
neytt sín sem bezt. Miðlunina telur hann alls eigi
viðunanlegar lyktir á málinu og segist munu leggja
fram ítrustu krafta sína til þess að hindra það, að
hún nái fram að ganga. Þá víkur hann að sam-
göngunum og telur lífsskilyrði, að þær séu bættar
og bendir í því sambandi sérstaklega á að auka og
bæta samgöngur á sjó, þar sem þær geta komið að
haldi og jafníramt vill hann koma á telefónsambandi
milli helztu staða innanlands. Af því, sem hann segir
um atvinnumálið, skal hér sérstaklega nefnt, að hann
leggur áherslu á að koma upp innlendum þilskipa-
útvegi og innlendu vátryggingarfélagi; þá telur hann
og nauðsyn að herða á ákvæðunum um fiskveiðar
útlendinga hér við land, til þess að tryggja betur
fiskveiðar landsmanna. t*á vill hann með búsetulög-
um bana selstöðuverzluninni og lögleiða sérstaka
stutta skuldafyrningu á verzlunarskuldum til þess að
draga úr þeim. Hann er fylgjandi skilnaði ríkis og
kirkju, en þangað til það sé komið í kring — sem
búast megi við, að eigi nokkuð langt í land — vill
hann tryggja trúarbragðajafnréttið með því að taka
í lög, að þeir séu lausir við gjaldskyldu til prests og
kirkju, sem segja sig úr þjóðkirkjunni; þá vill hann
afnema vistarskylduna, breyta húsmanna og þurra-
búðarlöggjöfinni í frjálslyndara horf og í einu orði
sagt, tryggja betur atvinnufrelsi almennings, en gert
var með þá gildandi lögum; fátækralöggjöíina telur
hann líka úrelta og vil'I meðal annars stækka fá-