Andvari - 01.01.1920, Blaðsíða 21
Andvari].
Skúli Thoroddsen.
XIII
tækrahéruðin til þess að draga úr hreppaflutningunum
og hrakningum á þurfamönnum; hann er hljmtari
óbeinum en beinum sköttum og telur brýna þörf á
innlendri lagakenslu. Hann leggur áherslu á, að
þingið styðji vísindi og fagrar lislir og vill, að helztu
skáldunum sé meiri sómi sýndur en áður og kjör
þeirra bætl svo, sem samsvari efnahag landsins. í
ávarpi þessu minnist hann líka á daglaunamennina.
Þeim hafði til þessa alls enginn gaumur verið gefinn,
enda höfðu þeir eigi kosningarrétt. Skúli leggur nú
til, að vér förum i þessu máli að dæmi Englend-
inga og tökum í lög, að verkamenn við verzlanir
skuli fá kaup sitt greitt í peningum og að samningar
um greiðslu þess í vörum skuli vera ógildir. Þetta
var sérstaklega þýðingarmikið mál fyrir verkamenn-
ina i kaupstöðum og verzlunarstöðum landsins, því
að alt til þessa höfðu verzlanirnar að eins greitt
vinnulaun i vörum, með því verði, sem þeim þóknað-
ist að setja á þær. Afleiðingin var vitaskuld sú, að
daglaunamennirnir bjuggu við hin aumuslu kjör.
Verzlanirnar urðu reyndar að halda í þeim lífinu,
því að þær gátu ekki komist af án vinnu þeirra, en
hinsvegar skömtuðu þær þeim ekki meira, en að þeir
gætu dregið fram lífið. Fyrir þeim var i allflestum
tilfellum óhugsandi að geta nokkru sinni eignast
nokkuð eða byrjað á sjálfstæðri atvinnu, þar sem
venjulega þurfti til þess einhver efni. Nú á dögum
sýnist flestum, að þessi réttarbót hafi verið nokkurn-
veginn sjálfsögð, en í þá daga litu löggjafarnir öðru
vísi á málið, því að þrátt fyrir það, þótt Skúli berð-
ist fyrir máli þessu af mesta kappi, tókst honum ekki
að koma því í gegn um þingið, fyr en 11 árum síðar