Andvari - 01.01.1920, Síða 22
XIV
Skúli Thoroddsen.
[Andvari.
og varð þá að vægja svo til, að semja mætti um
greiðslu verkakaups með skuldajöfnuði.
Þegar á þing kom 1891, lét Skúli þegar mikið til
sín taka og var þegar einn af aðalmönnunum í and-
stöðuflokki miðlunarmannanna, sem nú voru í al-
gerðum minni hluta í þinginu, enda höfðu allar
aukakosningar, sem fram höfðu farið milli þinganna
1889 og 1891 gengið á móti þeim, en þeim hafði þó
tekist að fá efri deild þannig skipaða, að stjórnar-
skrárfrumvarpið náði þar ekki fram að ganga. Á
þessu þingi var Skúli framsögumaður fjárlaganefndar-
innar í neðri deild, átti sæti i stjórnarskrárnefndinni
og mörgum öðrum nefndum. f*á flutti hann og mörg
merk nýmæli inn á þingið og er margra þeirra getið
hér að framan, þar sem minst er á ávarpið til Ey-
íirðinga. Gengu mörg af þeim i þá átt að auka frelsi
einstaklinganna, svo sem með því að afnema vistar-
skylduna, lækka lögaldurinn, auka frelsi kvenna og
fleira þess háttar, en þau komust ekki lengra en til
efri deildar; voru ýmist drepin þar eða svæfð.
Eins og áður hefir verið tekið fram var Skúli af-
kastamaður til embættisstarfa og hafði áunnið sér
traust yfirboðara sinna í Fensmarksmálinu, og alt þar
til hann sótti Þingvallafundin 1888 hafði honum og
þeim ekkert alvarlegt á milli borið, svo að kunnugt sé,
en þá varð honum það á, að hann fór á fund þenna
án þess að hafa fengið leyíi til þess að ferðast út úr
lögsagnaruindæmi sínu og fyrir það var hann sektað-
ur um 50 kr., og hafði hann þó þá afsökun — fyrir
utan, að ekkert tjón hlauzt af fjarveru hans — að
engi ferð halði fallið frá ísafirði til Reykjavíkur, frá
þvi hann var kosinn 'til fararinnar og þangað til
hann þurfti að fara af stað, svo að honum var