Andvari - 01.01.1920, Síða 24
XVI
.Skúli Thoröddsen.
[Andvari.
kynt sér prófin, ástæðu til þess að rita ráðuneytinu,
og tjáði því, að ekki mundi verða hjá því komist að
láta sýslumann sæta ábyrgð fyrir brot á 127 gr.
hegningarlaganna fyrir aðferð þá, er hann hafði beitt
við gæzlufanga þann, er hér urn ræðir; óskar hann
leiðbein ngar ráðuneytisins um, hvað gera skuli og
bendir á þrjár leiðir, að víkja sýslumanni þegar frá
um stundarsakir og setja annan mann í hans stað,
sem þá gæti rannsakað og dæmt málið, að skipa
setudómara til þess að rannsaka það án þess Skúla
sé vikið frá embætti eða loks, að rannsóknin sé falin
konunglegum kommissarius. Ráðherrann félst á tillögu
landshöfðingja um að hefja rannsókn gegn Skúla og
fól hana konunglegum kommissarius. Starfið var falið
L. H. Bjarnason, sem þá var málfærslumaður við
landsyfirdóminn, enda hafði landshölðingi bent á
bann sem fúsan og vel lil starfans fallinn. — Þegar
erindrekinn hafði lokið rannsókn sinni og afhent
landshöfðingja málið, sendi hann íslandsráðgjafanum
eftirrit af prófunum, og tekur jafnframl fram, að hann
sjái ekki betur, en fullkomin ástæða sé til þess að
höfða dómsmál gegn Skúla fyrir brot á 127 gr. hegn-
ingarlaganna og þar af leiðandi að víkja honum
frá embætti, þar til málið er til lykla leitt með dómi.
Ráðgjafinn félst síðan á þelta, og var Skúla 15. ágúst
1892 vikið frá embætti um stundarsakir, frá 1. sept.
sama ár og 29. ágúst var L. H. Bjarnason settur til
þess að gegna embætti hans. Af bréfi ráðherrans til
landshöfðingja verður ekki séð, að hann hafi ætlast
til, að rannsökuð yrði embættisfærsla Skúla að öðru
leyti, en að því, er hún snerti framangreint sakamál,
en hinsvegar fyrirskipar hann að ákæra hann, að
rannsókninni lokinni, fyrir brot á 5 hegningarlaga-