Andvari - 01.01.1920, Side 25
Andvaril.
Skúli Thoroddsen.
XVII
greinum og hafði þó landshöfðingi ekki bent á brot
nema á einni í embættisbréfum sinum máli þessu
viðvíkjandi, og tókst ekki að fá það upplýst, þrátt
fyrir eftirgrenslanir rannsóknarnefndar neðri deildar
Alþingis 1895, hvort þessi fyrirskipun hefði bygst á
einhverju fleira en réttarrannsókn kommissarii. En
hvernig sem því er varið, þá skipaði landshöfð-
ingi hinum setta sýslumanni að rannsaka ekki að
eins framkomu Skúla í framangreindu máli, heldur
og alt það, er honum kynni að þykja tortryggilegt
viðvíkjandi embættisfærslu Skúla Thoroddsens og
framkomu hans sem dómara einnig í öðrum málum.
Hinn setti sýslumaður rak rannsókn þessa af miklu
kappi, en af almenningi vestur þar var málarekstur
þessi mjög óþokkasæll og mátti heita, að fullkomin
óöld ríkti þar í héraðinu meðan hann stóð yfir, og
var bæði þar og víðast annarsstaðar á landinu litið
svo á af alþýðu, sem málarekstur þessi væri af póli-
tiskum rótum runninn. Hér skal ekkert út í það farið,
hvort eða á hve miklum rökum það almenningsálit
hafi verið bygt, en svo var gremjan megn i ísafjarðar-
sýslu, að hvorki varð haldinn sýslufundur á lög-
ákveðnum tima 1893, né manntalsþing háð i öllum
hreppum sýslunnar. Mál þetta var svo dæmt i héraði
10. júlí 1893 með þeim úrslitum, að Skúli skyldi
hafa fyrirgert embætti sínu og greiða allan sakar-
kostnað; þeim dómi var skotið til landsyfirdóms, bæði
eftir beiðni hans og af hálfu hins opinbera og færði
hann refsinguna niður í 600 kr. sekt, en þeim dómi
skaut það opinbera til bæstaréttar og var málið dæmt
þar 15. tebrúar 1895 þannig, að Skúli var sýknaður,
en dæmdur til þess að greiða V8 hluta málskostn-
aðar.
t>