Andvari - 01.01.1920, Qupperneq 26
XVIII
Skúli Thoroddsen.
lAndvari.
Eftir því, sem sjá má af forsendum landsyfirdóms,
var alt það, er Skúla var til saka fundið fyrir
utan meðferðina á gæzlufanganum mjög smávægilegt,
og myndi fráleitt nú vera talin næg ástæða til þess
að hefja rannsókn og því síður tilefni til málshöfð-
unar, enda sýknaði hæstiréttur hann algerlega af öll-
um þeim kærum. Um meðferðina á gæzlufanganum
er það að segja, að til er lagaboð, sem heimilar rann-
sóknaidómurum að beita vatns- og brauðs-þvingun
við menn, sem eru undir rannsókn og neita að svara
spurningum, sem fyrir þá eru lagðar; virðist og að
minsta kosti ekkert hafa verið upplýst um, að þau
skilyrði hafi ekki verið fyrir hendi, en í lagaboði
þessu stendur, að dómarinn eigi, áður en hann tekur
til þessa úrræðis, að gefa manninum til vitundar og
bóka það í þingbókina, að þvingunarmeðali þessu
verði beitt samkvæmt boði konungs þar að lútandi.
Skúli hélt því nú fram, að hann hefði aðvarað mann-
inn, en hinsvegar hefði honum láðst að geta þess í
þingbókinni, og fyrir þá vanrækslu mun hæstiréttur
hafa lagt á hann hluta af málskostnaðinum.
Þegar dómur var fallinn í hæstarétti sneri mála-
flutningsmaður Skúla sér til ráðuneytisins með beiðni
um, að hann yrði aftur settur inn í embætti sitt.
Ráðuneylið leitaði álits landshöfðingja um málið,
sem taldi ótækt að verða við þeirri beiðni, bæði
sökum þess, að hann myndi gefa sig svo mjög við
öðrum störfum, að hann fyrir þær sakir myndi van-
rækja embætti sitt og þó sérstaklega af því, að ef
stjórnin veitti fulla uppreisn manni eins og honum,
sem hefði sett sér það fyrir mark og mið að vekja
óánægju hjá þjóðinni með athafnir stjórnarinnar og
beinlínis gert sér far um að sýna yfirboðurum sínum