Andvari - 01.01.1920, Síða 27
Andvarí].
Skúli Thoroddsen.
XIX
litilsvirðingu, myndi það brjóta niður alla hlýðni og
virðingu bjá undirgefnum embættismönnum gagnvart
yfirboðurum þeirra, en hins vegar lagði hann til, með
þvi að hann teldi hann ekki út af fyrir sig óhæfan
til þess að gegna sýslumannsembætti, að honum yrði
boðin Rangárvallasýsla, sem þá var laus, en þægi
hann það ekki, þá yrði hann leystur frá embætti
með eftirlaunum samkvæmt eftirlaunalögunum.
Stjórnin fór að ráðum landshöfðingja og gaf Skúla
kosl á Rangárvallasýslu. Svar hans við þvi boði var
stutt og laggott og hljóðaði svo: »Eg læt ekki setja
mig niður eins og hreppsómaga«. f*egar málinu var
þannig komið leysti stjórnin hann frá embætti að
fullu með eftirlaunum, 31. maí 1895.
Almenningur undi illa þessum málsúrslitum, þótti
bæði Skúli og landssjóður grátt leikinn, hann að
vera seltur af þótt sýknaður væri af hæstarétti og
landssjóði bökuð mikil gjaldabyrði, þar sem honum
voru veitt eftirlaun á bezta aldri, og urðu talsverð-
ar æsingar út úr málsúrslitunum, og þegar þing kom
saman 1895, skipaði neðri deild þess rannsóknarnefnd
til þess að rannsaka gerðir landsstjórnarinnar og
tildrögin, er leiddu til rannsóknar gegn Skúla, sus-
pensionar lrans og lausnar frá embætti. Nefnd þessi
lét uppi ítarlegt álit í málinu og komst að þeirri
niðurstöðu, að aðalorsökin til lausnar hans frá em-
bætti og að öllum likindum eina orsökin til hinnar
upphaflegu rannsóknar gegn honum, hafi verið hin
politiska framkoma hans og eftir tillögu frá
henni samþykti deildin rökstudda dagskrá í málinu
svohljóðandi:
»Um leið og neðri deild alþingis lýsir megnri óá-
nægju yfir aðgerðum stjórnarinnar sér í lagi lands-