Andvari - 01.01.1920, Blaðsíða 29
AlldVariJ.
Skúli Thoroddsen.
XXI
til hans þingmenn íshrðinga, Skúli og séra Sigurður
j Vigur, ásamt þingmönnum Þingeyinga, þeim Bene-
dikt Sveinssyni og Pétri á Gautlöndum. Sá fundur
samþykti að halda fram frumvarpinu frá aukaþinginu
óbreyttu á næsta þingi, og var áhugi manna svo
mikill fyrir því að koma málinu fram, að til orða
kom að æskja algerðs skitnaðar við Dani á löglegan
hátt, ef stjórnin vildi ekki ganga að frumvarpinu,
én ekki var það þó samþykkt.
Á þinginu 1895 flutti svo Skúli endurskoðunar-
frumvarpið ásamt nokkrum öðrum þingmönnum,
marðist það í gegn um neðri deild, en var vísað frá
með dagskrá i efri deild.
Á þingi þessu kom hið sama í ljós og á þinginu
1887, að nokkur hluti hinna þjóðkjörnu þingmanna
taldi vonlaust að lialda frumvarpinu fram, þegar
sljórnin tók þvert fyrir að sinna því að nokkru.
Meiri hlutinn samþykti í þess stað þingsályktun, þar
sem skorað var á stjórnina að hlutast sérstaklega tif
um, að sérmál íslands yrðu framvegis ekki lögð undir
hið danska ríkisráð, og að með nýjum stjórnskipun-
arlögum yrði svo fyrir mælt, að neðri deild Alþingis
gæti komið fram ábyrgð á hendur hér búsettum
manni, er sæti á Alþingi, svo og, að stofnaður yrði
innlendur dómstóil til að dæma slík mál. Skúli og
margir fleiri voru tillögu þessari andvígir, töldu hana
bæði í sjálfu sér fara of skamt, og þó einkum, að
hún væri þýðingarlaus, því að stjórnin myndi að
engu sinna henni, hinsvegar sýndi það úthaldsleysi
að falla frá frumvarpinu, þótt því einu sinni væri
synjað staðfestingar.
Á þessu þingi kom Skúli fram með merkilegt ný-
mæli, sem hann reyndar áður hafði hreyft í blaði