Andvari - 01.01.1920, Blaðsíða 30
XXII
Skúli Thoroddsen.
lAndvari.
sínu og aðrir á undan honum, þótt ekki væri á
þingi, og það var að skipa nefnd til þess að íhuga,
hvort ekki væri gjörlegt að skipa sérstakan erindreka
í Kaupmannahöfn til þess að flytja fyrir stjórnina
íslenzk löggjafarmál, á meðan stjórnarfyrirkomulaginu
væri ekki breytt. Tilgangurinn með þessu var vita-
skuld sá, að þingið hefði trúnaðarmann, sem hefði
færi á að skýra stjórninni milliliðalaust frá skoðun-
um þess, og hefði sjálfsagt verið bót í því, en þingið
leit annan veg á málið og var tillagan feld.
Það fór nú eins og minni hlutinn hafði spáð, að
stjórnin sinti að engu þingsályktuninni og lagði ekkert
stjórnarskrárfrumvarp fyrir þingið 1897, en hinsvegar
var þá af einum þingmanni borið upp stjórnarskrár-
breytingarfrumvarp, sem nokkurnveginn vissa var fyrir,
að næði konungsstaðfestingu, ef það væri samþykkt
fyrirvaralaust af þinginu. Frumvarp þetta var með
alt öðru sniði en frumvörp undanfarandi þinga, því
að það fór aðeins fram á fáeinar breytingar á stjórn-
arskiánni, aðallega að skipaður yrði sérstakur ráð-
gjafi fyrir ísland, er sæti á Alþingi og bæri ábyrgð
á stjórnarathöfninni. Sælti frumvarp þetta, þegar við
fyrstu umræðu í neðri deild, miklum andmælum, en
komst þó 1 nefnd og var Skúli einn nefndarmann-
anna. Meiri hluti nefndarinnar gat ekki felt sig við
frumvarpið, en kom með nýtt frumvarp, sem fór fram
á fleiri breylingar, þar á meðal sérstaklega, að mál
íslands yrðu ekki lögð undir ríkisráð Dana til álits
eða úrskurðar, án þess þó að taka stjórnarskrána í
heild sinni til endurskoðunar. Málið var því komið
inn á alveg nýja braut, því nær allir, að Benedikt
Sveinssyni undanteknum, fallnir frá að halda sjálf-
stjórnarkröfunum öllum fram í einu. Deilan stóð í