Andvari - 01.01.1920, Síða 31
Andvari]. *
Skúli Thoroddsen.
XXIII
raun og veru aðeins um, hvað íslendingar gætu sætt
sig við minst, og á hvern hátt yrði svo frá málinu
gengið, að rjettindi landsins væru nægilega trygð, þótt
gengið væri að samkomulagi við stjórnina. Skúli
hafði skrifað undir nefndarálit meiri hlutans og greiddi
atkvæði með tillögum hans, en við þriðju umræðu
hélt hann mjög merkilega ræðu í málinu. Hann tekur
fyrst fram, að hann hafi verið einn af þeim, sem hafi
viljað halda málinu fast fram og ekki látið sitt
eftir liggja að hvetja þjóðina í þá átt, en hann verði
að játa, að það hafi ekki borið þann árangur, sem
hann hafi óskað, því að það verði ekki sagt, að
stjórnarskrárbaráttan hafi verið háð með neinni festu,
hvorki af þingi né þjóð, altaf hafi komið afturkippur,
og þegar hann líti til þess, hve litlar líkur séu til
að fá itrustu kröfum framgengt, og hinsvegar til
hins pólitiska ástands í landinu, þyki sér ekki rétt
að hafna breytingum á stjórnarástandinu, sem til um-
bóta gætu horft, ef hægt væri að fá þær fyrirhafnar-
lítið, þótt menn fengi ekki allar sínar óskir upp-
fyltar. Hanu segist því greiða atkvæði með frumvarpi
meiri hlutans í þeirri von, að efri deild færi það í
það liorf, að von sé um, að það nái staðfestingu, því
að hann leggur áherzlu á það, að ekki sé nema um
tvo vegi að ræða, annaðhvort að halda fram ítrustu
kröfum, eða þá að koma málinu í það horf, að sam-
komulag náist við stjórnina, ekki þó til þess að láta
þar við sitja, heldur til að bvrja svo á ný baráttu
fyrir frekari og fyllri stjórnarskrárbreytingu. Efri
deild færði nú frumvarpið í það horf, sem Skúli hafði
ætlast til, en þegar það kom aftur til neðri deildar
var það felt. En þessi ágreiningur varð undir-
staðan að nýrri flokkaskipun í landinu og var