Andvari - 01.01.1920, Page 32
XXIV
Skúli Thoroddsen.
* [Andvari.
barist aí miklu kappi og tók Skúli ósleitilegan þátt
i því í blaði sinu. Á þinginu 1899, varð sá flokk-
ur, setn hann taldist til, enn undir, en á þing-
inu 1901 kom hann stjórnarskrárbreytingarfrum-
varpi sinu gegn um þingið. En þá um sumarið komust
vinstri menn til valda í Danmörku og hinn nýi ís-
landsráðherra lagði fyrir aukaþingið 1902 stjórnar-
skrárbreytingu, sem samþykt var í einu hljóði og
aftur með öllum atkvæðum á móti einu á þinginu
1903 og öðlaðist hún konungsstaðfestingu þá um
haustið. Þó að ágreiningurinn milli gömlu flokkanna
í stjórnarskrármálinu væri horfinn, héldust þeir samt
og var kosningabaráttan milli þeirra mjög hörð bæði
1902 og 1903, en Heimastjórnarmenn — þeir sem
verið höfðu á móti tilboði stjórnarinnar 1897 —
sigruðu við hvorartveggja kosningarnar.
Samkvæmt hinni nýju stjórnarskrá var skipaður
sérstakur ráðherra fyrir ísland og var til þess valinn
Heimastjórnarmaður, eins og eðlilegt var, eins og
þingið var skipað. Hjá hinum flokknum voru skoð-
anirnar nokkuð sundurleitar, um hvernig ætti að taka
honum, en Skúli var strax ákveðinn andstæðingur
hans. Sagði hann, að spilin yrðu þau sömu, þótt
spaðagosinn væri nýr og áleit yfir höfuð, að stjórn-
arfarið mundi verða mjög svipað og að undanförnu,
og það leið nú heldur ekki á löngu, áður flestir
flokksmenn hans voru komnir í andstöðu við hina
nýju stjórn. Á þinginu 1905 var Skúli aðalforingi
stjórnarandstæðinga í neðri deild og var sá flokkur,
þótt lítill væri og yrði ofurliði borinn í ágreinings-
málunum, mjög harðsnúinn, enda hafði hann og
ágætan blaðastyrk.
Þó að stjórnarskrárbreytingin frá 1903 hefði verið