Andvari - 01.01.1920, Side 33
Andvari|.
Skuli Thoroddsen.
XXV
samþykt því nær í einu hljóði, varð ekkert hlé á
sjálfstjórnarbaráttunni, svo að teljandi væri, enda
voru allmargir menn henni mótfallnir, þótt ekki ættu
þeir nema einn fulltrúa á þingi, vegna þess að upp
í hana var tekið ákvæði um, að uppburður á ís-
lenzkum lagafrumvörpum og mikilsverðum stjórnar-
ráðstöfunum skyldi fram fara í ríkisráði Dana, og
margir af þeim, sem samþyktu hana — þar á með-
al Skúli — voru óánægður með þelta ákvæði, þó
að þeir ekki fyrir þá sök vildu hafna allri stjórnar-
skrárbreytingunni og búa áfram við það ástand, sem
var, svo óþolandi, sem það hafði reynst. Hér við
bættist, að menn urðu fyrir þeim vonbrigðum, að
forsætisráðherra Dana skrifaði undir skipunarbréf
íslands-ráðherra, en það töldu stjórnarandstæðing-
arnir hvorttveggja í senn, lögleysu og hættulegt sjálf-
stæði landsins. Hreyfðu þeir því máli á þingi 1905,
en voru ofurliði bornir af stjórnarflokknum. Var nú
á ný tekið að ræða sjálfstjórnarmálið í blöðunum og
á mannfundum og er ríkisþingið og konungur bauð
þingmönnum til Danmerkur 1906, var tækifærið
notað til þess að ræða málið við dönsku ríkisþings-
mennina og þá skrifaði Skúli grein i aðalmálgagn
vinstri manna, þar sem hann gerði grein fyrir kröf-
um stjórnarandstæðinga. Enginn beinn árangur varð
af þessum samræðum eða málaleitunum, en um
haustið kotnu ritstjórar llestra blaðanna sér saman
um ávarp, þar sem sjálfstjórnarkröfurnar voru teknar
fram í stórum dráttum og hafði Skúli undirskrifað
það. Sú samvinna, sem þar var til stofnað, varð nú
ekki langæ; stjórnarblöðunum flestum þótti hinir
fara of geyst, en þeir efndu til Þingvallafundar um
sumarið 1907, rétt fyrir þing, þar sem þess var bein-