Andvari - 01.01.1920, Page 34
XXVI
Skúli Thoroddsen.
| Andvari.
línis krafist, að fullveldi íslands yfir öllum sínum
málum væri viðurkent og því lýst yfir, að ekki lægi
annað fyrir en skilnaður landanna, ef ekki fengist slíku
sambandsfyrirkomulagi framgengt. Þá um sumarið
var skipuð nefnd af konungi, sem í áttu sæti danskir
ríkisþingsmenn og íslenzkir alþingismenn, til þess að
taka sambandsmál landanna til meðferðar og gera
tillögur um það, og átti Skúli sæti í þeirri nefnd.
Sat hún á rökstólum í Kaupmannahöfn fyrri hluta
ársins 1908 og lét uppi álit sitt 14. maí þá um vorið.
Hafði orðið samkomulag í henni um frumvarp að
sambandslögum, sem allir höfðu getað aðhylst nema
Skúli. Hann kom einn fram með breytingartillögur,
en allir hinir nefndarmennirnir, jafnt íslendingar
sem Danir, greiddu atkvæði á móti. Þetta mál er í
svo fersku minni, að ekki þykir ástæða til þess að
fara út í það hér; þess skal þó getið, að aðalágrein-
ingurinn var um það, hvort samfélagið um sum
málin skyldi vera uppsegjanlegt að öllu leyti —
að konungssambandinu undanskildu — eða ekki.
Höfðu íslendingarnir haidið því fram í fyrstu allir,
að svo skyldi vera, en er Danir tóku þvert fyrir,
létu þeir að nokkru undan síga, allir nema Skúli.
Jafnframt og frumvarpið var birt, var Alþingi rofið
og stofnað til nýrra kosninga. Hefir sú kosningabar-
átta sennilega verið háð með meiri alvöru en nokkur
önnur hér á landi, enda aldrei verið jafnmikið undir
úrslitunum komið. Leikar fóru svo, að stefna Skúla
og flokksmanna hans vann hinn glæsilegasta sigur.
25 af hinum nýkosnu þingmönnum voru henni
fylgjandi af 34 alls. Sjálfur gat hann þó sama sem
engan þátt tekið í henni, sökum veikinda. Hafði verið