Andvari - 01.01.1920, Síða 35
Andvari|.
Skúli Tlioroddsen.
XXYII
sárveikur meðan á nefndarstörfum stóð og varð að
leggjast inn á spítala strax og þeim var lokið.
Hér skal enginn dómur lagður á ágreiningsefnið,
en áreiðanlegt er það, að hefði nefndarfrumvarpið
þá verið samþykt, hefðum vér ekki 1918 fengið það
stjórnarfyrirkomulag, sem vér búum nú við, og
i öllum meginatriðum er í samræmi við tillögur
Skúla, og það þrek, sem hann sjmdi með því að
standa einn dauðveikur gegn öllum hinum nefndar-
mönnunum, hefir trygt honum sæti meðal ágætustu
manna þjóðar vorrar. Tel eg vafasamt, að nokkur
Kosningaúrslit þessi leiddu að sjálfsögðu til stjórn-
arskifta, en svo sjálfsagt, sem það virtist bæði manns-
ins og málsins vegna, varð Skúli þó ekki ráðherra,
en stefna hans varð vitanlega ofaná og var samþykt
sambandslagafrumvarp, sem fór í sömu átt og breyt-
ingartillögur hans, en Danir vildu ekki við því líta
og féllu þá samningatilraunirnar niður.
Skúli var eindregið mótfallinn miðlunartillögu,
sem fram kom af hálfu nokkurra íslendinga í sam-
bandsmálinu 1912, — liinum svo nefnda bræðingi —
í því skyni að ná samkomulagi við Dani. Sömuleiðis
var hann því mótfallin, að hliðrað væri nokkuð til
til þess að ná konungsstaðfestingu á sljórnarskrár-
breytinguna 1915.
Skúli var kosinn forseti sameinaðs 'þings 1909, í
stað Björns Jónssonar, er hann var skipaður ráð-
herra og aftur 1911, og var þá sendur til Frakklands
til þess fyrir hönd Alþingis að vera viðstaddur hátíða-
höld þau, er þá voru haldin í Rúðuborg. Hann var
og kosinn yfirskoðunarmaður landsreikninganna á