Andvari - 01.01.1920, Page 36
XXVIII
Skúli Thoroddsen.
I Amlvari.
þingunum 1909 og 1911 og skipaður í milliþinga-
nefnd þá, sem sett var í efliriauna- og launamálið 1914.
Skömmu fyrir aldamótin (1900) keypt Skúli Bessa-
staði á Álftanesi og fluttist þangað alfarið búferlum
1901, og bjó þar til 1908, að hann fluttist til Reykja-
víkur. Á Bessastöðum gerði hann miklar búsabætur,
meðal annars stóraðgerð á kirkjunni og ibúðarhúsinu.
Skúli kvæntist 1884 Theodóru Guðmundsdóttur
prófasts Einarssonar á Kvennabrekku i Dalasýslu og
var hjónaband þeirra hrukkulaus fyrirmynd, enda
konan afbragð annara kvenna bæði að vitsmunum
og mannkostum.
Hann andaðist 21. maí 191poghafði verið bilaður
á heilsu tíu síðustu ár æfinnar.
Börn eignuðust þau hjón 13 og dó eitt ungt en
hin eru:
1. Unnur, gifl Halldóri G. Stefánssyni lækni á
Flateyri.
2. Guðmundur, læknir í Reykjavik,
3. Skúli, cand. jur., dáinn 1917, hafði hann hauslið
áður verið kosinn alþingismaður í hinu gamia
kjördæmi föður sins, að eins 26 ára gamall.
4. Þorvaldur, í Ameriku.
5. Kristín, hjúkrunarkona í Ameríku.
6. Katrín, Ies læknisfræði við háskóiann i Reykjavik.
7. Jón, les lögfræði við sama skóla.
8. Ragnheiður.
9. Bolii, les' verkfræði við fjöllistaskólann í Kaup-
mannahöfn.
10. Sigurður, sömuleiðis.
11. Sverrir, verzlunarmaður.
12. María Kristin.