Andvari - 01.01.1920, Side 38
XXX
Skúli Thoroddsen.
lAndvari.
kvæmda væri tækt, er nauðsynlegar væru, en eigi
yrðu gerðar sakir fjárskorts. Gáfu menn þá orðum
hans minni gaum en vera mátti. Pektastur um landið
var Sk. Th. þó af starfsemi sinni við alþjódarmál,
er hann fékkst við sem blaðamaður . . . . og al-
þingsmaður .... Hafa það sagt menn, er þá voru
á þingi, er hann kom þar fyrst og aðrir, er til þeklu,
að við miklu var þá þegar búist af Skúla, var hann
fasmikill og lét fljótt til sín taka. Voru menn lítt
vanir þeim byltingahug........Má með sanni segja,
að á fáum bar meira allan þann tíma — þann aldar-
fjórðung — er hann átti sæti á Alþingi íslendinga.
Það einkennir öll þingslörf hans og nefndarstörf að
hann var sílingaandi nm það, að ckki yrði gengið
á rétt einstakiinganna né skert frelsi þjóðarinnar.
Gat sumum þá fundist stundum, að hann sæi þar
ofsjónir, en ávalt var hann sannfærður um réttmæti
síns málsstaðar og fylgdi honum öruggur — og óhlíf-
inn — hver sem í hlut átti og við hvern sem var
að eiga. . Vinsældum átti liann því ekki ætíð að
fagna, var og hvergi nærri við allra hæfi í umgengni
og þótti einrænn ef því var að skifta. Af þeim rök-
um mun það og hafa verið mest megnis, að hann
náði aldrei verulegum foringjatökum á samllokks-
(eða samflokka-) mönnum sínum .... Ötull þótti
hann til allra vinnubragða meðan kraftarnir biluðu
ekki.
Hann er með réttu talinn einn aðalfrömuður í
umbótum á högum verkamanna og húsmannastéttar-
innar, og hefir átt drjúgan þátt í lillögum um þau
ínál og lagasetningum. Vildi liann, að engin bönd
hvíldu á þeim sléttum framar öðrum og ekki vistar-
band á vinnufólki, og varð úr því »leysingin« al-