Andvari - 01.01.1920, Síða 39
Aadvari.J
Skúli Thoroddsen.
XXXI
kunna, sem bændur hafa lítt fagnað. Fyrir réttinda-
málum kvenna barðist bann unz fram komust, þá
er allflestir voru orðnir á það sáttir.
Atvinnumálin hafa á þingi átt sér engan betri með-
mælanda; áhugi hans fyrir því að hlynna að fram-
kvæmdum fyrir kjördæmi sitt eigi sízt var alkunn-
ur...........
Pjóðfrelsismálin voru honum þó hin síðari árin
fyrir öllu, einkum þó frá árinu 1908, er hann átti
sæti í milliþinganefndinni. Gat hann vist ekki hugs-
að sér, að nokkurt hlé yrði eða gæti orðið á um-
ræðunum »um sambandið við Dani«; var einoig
hinn einbeittasti þar eins og kunnugt er orðið. En
þess ber að geta, að liann var sá af þingmönnum,
er fyrstur lagði til að stjórnarskrárdeila síðustu ára,
um ríkisráðsatriðið, yrði leyst með þeim hætti er
síðar heppnaðist, að konungur »réði« því að form-
inu til, hvar mál íslands yrðu horin upp fyrir
honum.
þó Sk. Th. hefði sina galla — en það hafa allir —
er þó óhætt að segja, að vandfylt verður skarð Skúla
á þjóðmálasviði voru, ef miðað er við þann tíma er
hann var í fullu fjöri. Svo sérkennilegur var hann
og mikilhæfur, svo rétlelskandi og áhugasamur um
heill lands og þjóðar«............
Hér við vildi ég að eins bæta örfáum orðum.
Það er alveg rétl, sem í grein þessari segir um
umhyggju Skúla fyrir verkamanna- og húsmanna-
stéttinni og einstaklingsfrelsinu, en það má bæta því
við, að hann yfirleitt lét sér óvanalega ant um að
ekki væri á lítilmagnann hallað, livorki af því opin-
hera eða einstökum mönnum, og að reynt væri eftir
mætti að bæta kjör olbogabarna þjóðfélagsins. Var