Andvari - 01.01.1920, Page 41
Þjóðmálafundir íslendinga
í Kaupmannahöfn árin 1843—1846.
Með inngangi og alhugasemdum
eftir
Pál Eggert Ólason.
Eins og kunnugt er, var háskóli stofnaður í Danmörku
4. október 1478. Þó má kalla, að fremur hafi pað verið að
nafninu til, pví að lítill var vegur háskóla pessa í fyrstu
og nokkuð fram eftir. Lítt sóktu og íslendingar pangað til
náms lengi vel, jafnvel ekki eftir að Friðrekur konungur
II. hafði veitt íslenzkum slúdentum pau fríðindi, sem fálust
í konungsbréfi 23. dezbr. 1579 og upptök voru fjárstyrks
pess og hlunninda, sem íslendingar hafa löngum kallað
Garðsstyrk. En lítt mun petta hafa stoðað og hefir verið
■dræmt um sókn íslendinga í háskólann enn um hríð, pví
að með bréfi Kristjáns IV. 1. april 1618 eru byskuparnir
hvattir til pess að senda árlega að minnsta kosti einn
stúdent tilj háskólans frá hvorum skólanna, Hóla og Skál-
holts. En er dregur á 17. öldina er íslenzkum stúdenlum
allmjög tekið að fjölga við háskólann í Kaupmannahöfn,
og varð pó enn betur siðar.
Ekki vitum vér nú til pess, að íslenzkir stúdentar við
Kaupmannahafnarháskóla hafi haldið uppi nokkurum félags-
skap með sér framan af, sízt með ákveðnu markmiði. En
snemma munu pó íslendingar par hafa liaft einhverja við-
leitni til pess að halda saman, og sagnir höfum vér af sam-
sætum eða samkomum peirra á 17. öld. Höfðu menn par
:ýmsa skemmlan og héldu uppi pjóðlegum hátturn, kváðusl
á o. s. frv. Við eitt slikt tækifæri varð til pessi vísa Árna
Magnússonar, síðar prófessors, til Páls Vídalíns, síðar lög-
fflanns, er peir kváðust á:
Aiulvari XLV.
1