Andvari - 01.01.1920, Síða 42
2
Pjóðmálafundir 1843—1846
JAndvari*
Skylt er víst að skýri jeg
skötnum satt frá Páli;
hann hefir orðið margri mjeg*)
meyjunni að táli.
Fagnað var og oft merkum íslendingum, sem til Kaup-
mannahafnar komu og þeim haldið samsæti af islenzkum
stúdentum þar. Sá siður mun og snemma hafa orðið al-
mennur að halda samsæti til þess að kveðja þá, er lieim
til íslands fóru að aíloknu námi eða til embætta. Voru
þessum mönnum oft fiutt kvæði, og þann veg er tilkomið
hið alkunna kvæði Jónasar Hallgrímssonar, »IIvað er svo
glatt«. Pessi siður hélzt að minnsta kosti fram yfir 1890.
En reglubundinn félagsskap með stúdentum í Kaup-
mannaliöfn verðum vér ekki varir við fyrr en laust eftir
miðja 18. öld. Munu þeir Svefneyjabræður, Eggert, Jón og.
Magnús Ólafs synir, hafa verið frumkvöðlar að því. Mark-
miðið var að eíla félagsanda stúdenta og gera menn íslenzka
í huga og háttum. Var félagið nefnt Sakir og stóð enn 1772.
Er félagsskap þessum lýst greinilega í formála dr. Jóns
Porkelssonar að sögu Jóns Espólins (Kh. 1895, bls. VII—
XXXIII).
Auðvitað tóku og stúdentar mjög þátt í Iærdómslistafé-
laginu, sem stofnað var 1779, og bókmenntafélaginu, sem
stofnað var 1816, og fjölmenntu á fundi þessara félaga, en
markmið þeirra var fræðsla, sem kunnugt er.
En af öðrum félagsskap með slúdentum fara ekki sögur,
fyrr en Baldvin Einarsson stofnaði félag eða bræðralag,
sem hann nefndi svo og kallaði »alþingi«, var það skömmu
fyrir dauða hans, og mun það siðan hafa lognazt út af.
Pað hafði að markmiði stjórnmál íslands og einkum það,.
að alþingi yrði endurreist. Bæði Fjölnis-félagið, sem stofn-
að var skömmu síðar, og félag það, sem gaf út Ný Félags-
rit, höföu og stjórnmál að viðfangsefni og héldu fundi.
Hafði Iiið síðara félag risið upp af ágreiningi nokkurra
manna, einkum Jóns Sigurðssonar, við forustumenn Fjöln-
is-félagsins. Er þessu rækilega lýst i ævisögu Konráðs Gísla-
*) mjög. Altíð var þessi liljóðbreyting fyrruni, þ. e. jö og /e.