Andvari - 01.01.1920, Side 43
Andvarí].
Þjóömálafundir lá43—1846
3
sonar eftir Björn M. Ólsen (Timarit Bmf. 1891). En þó að
þessi ágreiningur væri milli félaganna, stóöu stúdentarnir þá
jafnan sem einn maöur, að heita mátti, út á við; þaö kem-
ur ljóst fram í bænarskrám og erindum til konungs og
stjórnvalda um þetta bil. fetta sést og á fundargerðum
þeim, sem hér eru birtar. Paö er bersýnilegt, aö þjóðmála-
félag þetta, heflr verið stofnað af forgöngumönnum beggja
félaganna, Fjölnis og Félagsrita, í því skyni, aökomiöyröi
á föstu skipulagi á kröfur og óskir íslendinga um hin mik-
ilvægustu mál þjóðarinnar.
Oss, sem nú lifum og njótum ávaxtanna af baráttu for-
feðra vorra, liættir helzti mikiö til að gleyma því, hvaö
ýmis þægindi, er vér nú njótum, hafa kostaö í erflöi og
haráttu mætra manna. Er slíkt vanþakklæti illt og ekki
alfarasælt. Hefir jafnan dæmi góðra manna, þótt liönir séu,
þótt vel fallið til þess aö örva tncnn til framsóknar. Eilt
slíkt skilriki eru fundargeröir þær, sem nú eru birtar hér.
Eru þær og mikilsverðar fyrir þá sök, aö þær sýna oss
framkomu margra manna, er síðar urðu leiðtogar þjóðar-
innar. Er hér og viða hreyft í fyrsta sinn ýmsum velferð-
armálum, sem síöar komust í framkvæmd.
Þess skal getið, að handritið er að finna í handritasafni
bókmenntafélagsins (Kaupmannahafnardeildar) í Landsbóka-
safni, ÍB. 17, fol., og er það mjög skaddaö af bruna. Úr
þessu heflr verið reynt að bæla þann veg, að sett er milli
liornklofa það, er líklegt þótti, að staðið hefði, þar sem
auðið var. — Pess skal enn fremur getið, að ekki heflr
þókt henta að halda staísetningu handritsins, með því aö
hún er mjög ruglingsleg, enda skrifarar ýmsir.
*