Andvari - 01.01.1920, Síða 80
40
Pjóðmálafundir 1843—1846
[Andvarí.
skólaJsljórnin ætti að vera, með hverju móti helzt
væri reynandi að auka sjóð s[kólans| og hvort ekki
mætti koma skólasjóð[num] haganlegar fyrir en með
því að lá[ta] hann standa í ríkissjóðnum.
Prír menn studdu þessa uppástungu, fo[rsetij fylgdi
því og síðan fleiri; Jón eldri Sigurðsson [vildi] einn-
ig láta ákveða, hvaða lilgangur væri [með skólaj-
rannsókn. Hann hélt og, að sumt, se[m þyrfti að j;
rannsaka, mundi verða örðugt að k[om]ast e[ftirj, til
að mynda um fjárhaginn, en honum [þókti] við eiga
fullan rétt, að heimta af stjórn[innij svo mikinrr
styrk, er við þyrftum með til hans. Hann sagði og,
að bæði væri realskólar og alm|ennir] skólar, sem
menn ælti að athuga í þessu efni [. Br.] Pétursson
vildi láta gefa nefndinni fríar he|ndurj að yfirvega
öll þau mál, er að þessu liti. F[orseti] leitaði því
næst atkvæðis um, hvort kjósa ætti 5-manna nefnd
til að íhuga skólamálið, og vóru allir á það sáttir;
fengu þeir Jón eldri 17, Br. Pétursson 16, Jónas
Hallgrímsson 14 og Sigurður Melsteð 6 atkvæði, M.
Eiríksson og Oddg. höfðu hvor um sig 5 alkvæði.
í’eir sem valdir voru, tóku allir við atkvæðum. —
Forseti bað nefndina í verzlu[nar]málinu að lesa upp,
það hún hafði aðgjört í því; og las framsögumaður
hennar, herra Oddgeir, upp álit hennar, hverju þó
ekki herra Br. Pétursson var samþykkur, og skýrði
hann frá, í hverju hann ál[itij, að meiri hluti nefnd-
arinnar hefði farið skakkt. Jón S. eldri mælti fram
með uppástungu meiri hluta nefndarinnar. Herra G.
Thorarensen fór hér um nokkrum orðum. Jón. Sig.
eldri beiddist, að fundarbókin í fyrra væri lesin upp,
og styrkti Sigurður Melsteð og Oddgeir það. Forseti
bar þá upp, að fundur gengi fyrst til atkvæða um,