Andvari - 01.01.1920, Qupperneq 89
Amlvari].
Pjóðmálafundir 1813—1816
49
3) Pétur Pétursson, bróðir Brynjólfs, var þá prófastur á
Staðastað, síðar biskup. Ilann dvaldist í Kaupmannahöfn
þenna vetur, 1843—1844, og bjó sig undir doktorsritgerð í
guðfræði, er hann varði þá um vorið. Hann var og mikil-
■hæfur maður, sem bróðir hans, og áliugasamur um lands-
mál og kemur mjög við þessa fundabók og sögu íslands á
19. öld, en jafnan virðist hann vera mjög gætinn og var-
kár í tillögum sínum. Hann var í flokki Fjölnismanna, sem
Brynjólfur bróðir hans; þar á móti var Jón bróðir þeirra
í flokki með Félagsritamönnum. Um Pétur biskup vísast í
itarlega ævisögu, er samið hefir Porvaldur Thoroddsen
{prentuð í Reykjavík 1908).
4) Konráð Gíslason (1808—1891), síðar prófessor við Kaup-
mannahafnarháskóla. Hann var einn hinna lielztu Fjölnis-
manna, og oddviti þeirra í öllu, er laut að máli og bók-
menntum. Svo sem sjá má á þessari fundabók, befir Kon-
ráð nokkuð gefið sig við þjóðmálum, en mjög gætir hans
lítt í þeim efnum síðar, eða jafnvel ekki. Björn M. Ólsen
hefir samið rækilega ævisögu Konráðs, og er hún prentuð
í Tímariti hins islenzka bókmenntafélags, XII. bindi, bls.
1—88.
5) Porleifur Guðmundsson Repp (1794—1857), var nafn-
kunnur maður; dvaldist hann utanlands, i Edinborg og
Kauptnannahöfn, og andaðist þar. Hann var málfræðingur
mikill og 'tungumálakennari, en gaf sig við ýmsu. Hann
var maður mjög frjálslyndur og ættjarðarvinur raikill, en
Danavinur minni. Hann var og maður fyndinn og oft mein-
jTtur; kenndi oftlega öfga í ummælum hans um Dani, t. d.
er þetta haft eftir honum um þá: »Aldrei heflr nokkur maður í
nokkuru landi haft nokkurt gagn af nokkuru orði, sem stað-
ið heflr i nokkurri danskri bók«. Mörg önnur ummæli eru
•eftir honum höfð. Um ævi hans vísast í Skirni 1916, bls.
121—158.
6) Oddgeir Stephensen (1812—1885), sonur Björns Step-
hensens á Esjubergi, lögfræðingur, síðar forseti hinnar is-
lenzku stjórnardeildar. Hann var einn í flokki Félagsrita-
manna og studdí jafnan Jón Sigurðsson, og eins síðar meir,
er Oddgeir þá var orðinn íhaldssamari, og gaf út með Jóni
Lovsamling for Island. Tillögugóður þótti og Oddgeir um
Andvari XLV.
4