Andvari - 01.01.1920, Page 90
50
F’jóðtnálafundir 1843—1846
[Andvarív
íslandsmál jafnan, pað er hann mátti, og merkur maður.
Um liann vísast einkum til æviágrips í Sunnanfara II, 4.
7) Jóhann Halldórsson (f. 1809) var sonur síra Ilalldórs-
Ámundasonar á Mel(stað). Hann var útskrifaður úr Bessa-
staðaskóla 1831, var síðan um nokkur ár á skrifstofu hjá
Krieger stiftamtmanni, en sigldi síðan til Kaupmannahafn-
ar til háskólanáms, og tók par tvö lærdómspróf. Jóhann
var í flokki bæði með Fjölnismönnum og Félagsrilamönn-
um. Jóhann gaf sig nokkuð við ritstörfum. Hann pýddi og
gaf út sögur handa börnum (Jólagjöf, Kh. 1839 og Nýárs-
gjöf, Kh. 1841); hanu byrjaði og á að undirbúa danska
orðabók með islenzkum pýðingum ásamt Konráði Gisla-
syni, en féll frá, er peir höfðu nýlega haíið pað verk, og
andaðist sviplega í Kaupmannahöfn um nýársleytið 1844.
8) Gísli Thorarensen (1818—1874), sonur síra Sigurðar í
Hraungerði og systursonur Bjarna amlmanns Thoraren-
sens. — Hann var útskrifaður úr Bessastaðaskóla 1840.
— Hann tók tvö hin íyrstu lærdómspróf við háskólann
í Kaupmannahöfn. Hann var einn Fjölnismanna og á tals-
vert í F’jölni. Hann lagði stund á guðfræði, en tók eigi emb-
ættispróf. Hvarf heim til íslands 1847 og var settur kenn-
ari við latínuskólann í Reykjavík pann vetur. Varð 1848
prestur á Sólheimum í Mýrdal og síðar á Stokkseyri. Eftir
hann eru prentuð ljóðmæli hans (Rv. 1885), og er par
framan við æviágrip hans.
9) Lorentz Angel Krieger (1797—1838) var hér stiftamt-
maður settur 1829, en fékk veiting fyrir embættinu 1831;
varð [siðar stiftamtmaður í Álaborgarstifti. Krieger pessi
pókti dugandismaður, réttvís oggóðgjarn. Ekki hefl eg séð-
pessar tillögur, sem Jón Sigurðsson vitnar hér i og líklega
eru eftir penna Krieger.
10) Jón Hjaltalín (1807—1885), var sonur síra Jóns skálds-
Hjaltalíns, síðast prests í Saurbæ. Hann gekk í Bessastaða-
skóla, en var útskrifaður úr heimaskóla af síra Gunnlaugi
dómkirkjupresti Oddssyni 1830. Síðan var hann 4 ár hjá
Jóni landlækni Porsteinssyni, en sigldi til Kaupmannahafn-
ar 1834 til háskólanáms; par tók hann próf i handlækn-
ingum 1837. Fór síðan til Rýzkalands og stundaði par nám
við háskólann í Kiel, tók par próf i lyflækningum 1839 og
varð sama ár doktor par fyrir ritgerð um holdsveiki. Síð-