Andvari - 01.01.1920, Page 91
Amlvari}.
Þjóðmálafundir 1843—1846
51
an gerðist hann herlœknir um liríð. Hann stofnaði vatns-
lækningastöðina Klampenborg og var par Iæknir til 1851.
Pá fór hann hingað til íslands og skyldi þá rannsaka
brennisteinsnáma og bráðapest. Varð landlæknir 1855. —
Hann var í llokki Félagsritamanna og fylgdi lengi Jóni
Sigurðssyni; heldur dró pó úr þvi fylgi, er á leið, enda
urðu áhugainál Jóns Hjaltalíns á öðru sviði. Hann var mað-
ur mikilhæfur og áhugasamur og gerði mikið til þess að
bæta lækningar og læknaskipun liér á landi um sína daga.
Eftir liann liggur geysimikið ritstarf. Halldór Kr. Friðriks-
son hefir ritað ævisögu hans i Andvara, 11. árg. (bls.l—19).
11) Magnús Eiríksson (1806—1881), sonur Eiríks bónda
Grímssonar i Skinnalóni. Gekk í Bessastaðaskóla og út-
skrifaðist þaðan 1829. Siðan var hann skrifari tvö ár hjá
L. A. Krieger, stiftamtmanni, en með tilstj'rk hans sigldi
Magnús til Kaupmannahalnar til háskólanáms. Veitti Krie-
ger honum féstyrk til náms, líkt og hann gerði síðar við
annan skrifara sinn, Jóhann Ilalldórsson, sem áður er
nefndur. Magnús tók guðfræðapróf 1837 og liafði síðan of-
an af fyrir sér nieð kennslu um hríð. Magnús komst í trú-
deilur miklar og hefir samið mörg rit um trúmál; aldrei
vildi hann prestur verða, þótt kost ætti hinna beztu presta-
kalla, með því að hann gat ekki fallizt á trú þjóðkirkj-
unnar. Magnús var ættjarðarvinur mikill og einn í llokki
Félagsritamanna, en þó aldavinur sumra Fjölnismanna, t.
d. Konráðs Gíslasonar, og raunar hvers manns hugljúfi,
enda var liann almennt kallaður »frater«, þ. e. bróðir. Ævi-
sögu hans hefir síra Hafsteinn Pétursson ritað i Tímariti
hins íslenzka bókmenntafélags, 8. árg. (bls. 1—34).
12) Pétur Ilavsteen (1812—1875), sonur Jakobs kaupmanns
í Hofsós, síðast amtmaður í norður- og austuramtinu. —
Hann er um þetta bil í rentukammerinu danska. Ekki var
hann riðinn við Fjölni, en tók þátt í útgáfu Félagsritanna,
ritar með öðrum Islendingum undir bænarskrár þær, er
þeir sendu um þessar mundir konungi, og kemur einnig
nokkuð við þessa fundabók. Hann reyndist og síðar fylg-
inn sér og atorkusamur, er hann var orðinn amtmaður.
Jón Jónsson Aðils hefir ritað rækilega um Pétur í Skirni,
86. ár (bls. 197—231).
4