Andvari - 01.01.1920, Qupperneq 92
52
Þjóðmálafundir 1843—1846
[Andvari.
13) Gísli Hjálmarsson (1807—1867), síðar læknir í Fljóts-
dalshéraði. Hann var í ílokki Félagsritamanna og mikill
stuðningsmaður Jóns Sigurðssonar og afbragðsmaður í
hvívetna. Æviágrip hans er til eftir síra Sigurð Gunnarsson
í Vallanesi, prentað í Kh. 1880, sbr. enn fremur Andvara
1916 (bls. 88-103).
14) Pessi ræða Jóns Hjaltalíns liefir líklega verið stofn-
inn í ritgerð lians »um læknaskipun á íslandi«, sem prent-
uð er í Nýjum félagsritum 1844 (bls. 29—106).
15) Jón (Þórðarson) Thoroddsen, (1819—1868) skáld, var
þessi ár við lögtræðanám við liáskólann í Kaupmannahöfn.
Hann mun helzt hafa hallazt á sveif með Fjölnismönnum.
Hann virðist hafa verið alláhugasamur um þjóðmál í æsku
og gaf út Norðurfara með Gísla Brynjólfssyni, en ekki ber
á þeim áhuga lians síðar til muna, er hann er orðinn
sýslumaður licr á landi, enda mun áhugi hans þá nær all-
ur hafa verið kominn í bókmenntir eða skáldskap. Jón Sig-
urðsson hefir ritað ævisögu lians framan við skáldsöguna
»Maður og kona« (prentuð í Kh. 1876).
16) Pessi ræða Péturs biskups liefir líklega verið sama
efnis sem ritgerð hans »um tekjur presta á íslandi«, sem
prentuð er í 7. árg. Fjölnis (bls. 3—26).
17) Hér mun átt við kanzellíbréf 25. maí 1825 (Lovsam-
ling for Island, VIII, bls. 554). Par er hreppstjórum og emb-
ættismönnum gert að skyldu að greiða tíund.
18) Jón Sigurðsson yngri (1814—1859), sonur Sigurðar
stúdents Jónssonar i Varmahlíð. Hann var útskrifaður úr
Bessastaðaskóla 1837, var síðan tvö ár kennari hjá Birni
sýslumanni Blöndal. Fór til háskólans 1839, tók guðfræða-
próf 1845. Varð prestur að BreiðabóJstað í Vesturhópi. —
Hann var í flokki Félagsritamanna og hefir skrifað smárit-
gerðir í Ný félagsrit, (Sbr. Iiannes Porsteinsson guðfræð-
ingatal, Rv. 1907—1910, bls. 186—187).
19) Brynjólfur Snorrason (1820—1850), var sonur síra
Snorra Brynjólfssonar í Eydölum. Hann útskrifaðist úr
Bessastaðaskóla 1842 og fór samsumars til Kaupmanna-
hafnar og lagði fyrir sig guðfræði, en ekki tók hann próf,
enda andaðist hann ungur. Hann var í flokki Fjölnismanna,
en komst síðar í ílokk Félagsritamanna og var í útgáfu-
nefnd Félagsritanna. Hann var gáfumaður og fræðimaður