Andvari - 01.01.1920, Side 96
56
Þjóðmálafundir 1843—1846
LAndvariv
fræðingur. Hans er ekki getið við pessa fundi fyrr, og kom
það til af pví, að hann bafði dvalizt í Sórey [frá því um
vorið 1843 ti! næsta vors, og gat því ekki komiö á fundi.
En jafnskjótt sem félagið byrjar fundi um haustið 1844 —
það hefir ekki haldið fundi á sumrum — tekur liann að
koma á þá, og virðist kveða mikið að honum. Hann var einn
aðalmanna í Fjölnisfélaginu og lét sig yfirleitt landsmál
miklu skipta. Um hann vísast einkum til ævisögu hans, er
Einar Hjörleifsson hefir samið og prentuð er framan vift
»LjóðmæIi og önnur rit« (Kh. 1888).
31) Porsteinn Jónsson (1814—1893), sonur Jóns umboðs*
manns Jónssonar á Ármóti. Hann var útskrifaður úr heima-
skóla af Árna biskupi Helgasyni 1836, varð cand. jur. 1843
og síðan um hríð i rentukammerinu. Siðast varð hann
sýslumaður í Árnessýslu, og þó raunar málafiutningsmað-
ur við landsyflrréttinn um tíma eftir að hann lét af því
embætti. Hann var í flokki Félagsritamanna, en ekki mun
hann liafa látið mikið til sin taka um landsmál (shr. Sunn-
anfari, IV, 4).j
32) Þetta mun vera Ifelgi Sigurðsson, (1815—1888), síðast
prestur á Melum. IJann var sonur Sigurðar bónda Helga-
sonar á Jörfa. Ilann var útskrifaður úr Bessastaðaskóla
1840; las liann um hríð læknisfræði við liáskólann í Kaup-
mannahöfn, en tók eigi próf. Hann lagði fyrir sig málara-
list og teikningar. Eftir að hann fluttist hingað, gerðist
hann fyrst bóndi á Jörfa, en varð 1866 prestur á Sethergi
og síðar á Melum. Hann var í Félagsritaflokki, en lítill at-
kvæðamaður. Hann var talsverður fræðimaður og eftir
hann liggur prentað Safn til bragfrœði íslenzkra rimna. —
Rv. 1891.
33) Þetta er Jón Thoroddsen skáld, er oftast mun hafa
skrifað sig svo á yngri árum.
34) Halldór Kristján Friðriksson (1819—1902), sonur Frið-
riks bónda á Selskerjum Eyjólfssonar. Halldór var alinn
upp og komið til menntunar af föðurföður sinum, síra
Eyjólfi Kolbeinssyni á Eyri í Skutulsfirði. Hann var útskrif-
aður úr Bessastaðaskóla 1842, fór samsumars til Kaup-
mannahafnar til háskólanáms. Hann las guðfræði um hríð,
en lók ekki próf. Varð aðjunkt við latínuskólann í Reykja-
vík 1848, síðar yfirkennari. Hann lenti í flokki Fjölnis-