Andvari - 01.01.1920, Side 97
Andvari.)
Þjóðmálafundir 1843—1846
57
manna, en var þó mikill stuðningsmaður Jóns Sigurðsson-
ar alla tíð. Ævisaga hans er í 28. árg. Andvara eftir dr.
Jón forkelsson, þjóðskjalavörð (bls. 1—24).
35) Þetta er árið 1845, og er nú allmjög tekið að lengj-
ast milli fundanna.
36) Balthazar Kristensen var danskur maður; liann hafði
á Hróarskelduþingunum lialdið röggsamlega fram málum
íslendinga. Fj'rir þetta færðu íslendingar í Kaupmanna-
höfn honum þakkarávarp, og er það prentað i Frétlumpú
fiilltrúaþiuginii i Hróarskeldu. Kh. 1840 (bls. 219 o. s. frv.).
37) Gunnlaugur Þórðarson [(1819—1861) var sonur síra
Þórðar Gunnlaugssonar í Ási í Fellum. Hann gekk í Bessa-
staðaskóla, en var útskrifaður úr heimaskóla 1840 af Pórði
assesor Jónassyni, er gefið hefir honum vitnisburðarbréf,
sem staðfest er af yfirstjórn og kennurum Bessastaðaskóla
(Lbs. 49, fol.) Stefán landfógeti Gunnlaugsson, föðurbróðir
hans, studdi hann til náms. Gunnlaugur tök tvö lærdóms-
próf, las læknisfræði um hríð, en tók ekki próf. Hann var
i flokki Fjölnismanna, en lítill atkvæðamaður um lands-
mál. Hann var um tíma skrifari i íslenzku stjórnardeild-
inni í Kaupmannahöfn; annars fekkst hann mest við rit-
störf, útgáfur og þýðingar fornrita. Hann á mikið i orða-
bók þeirri, sem kennd er við Eirík Jónsson. Gunnlaugur var
gáfumaður og fræðimaður talsverður, en auðnumaður minni.
38) Orla Lehmann var danskur þingmaður og stjórn-
málamaður; kemur hann mjög við stjórnmálasögu Dana
um og eftir miðja 19. öld.
39) »Skandinavisk Selskab« var stofnað í Kaupmanna-
liöfn 1843, og var það markmið félags þessa að efla sam-
bandið milli Norðurlanda í öllum greinum. Grímur Thom-
sen tók mikinn þátt í þessum lélagsskap, en eigi var félag-
ið almennt vel þokkað at íslendingum, svo sem sjá má
nokkuð af þessari fundargerð, og fáir urðu til þess að ganga
i það, og voru þeir »Skæningjar« kallaðir af íslendingum.
Vera má, að frá þessum fundi sé saga ein, er eg hefi heyrt
um Repp; er hún svo, að á inálfundi einum hafi Repp
ekki líkað skoðanir Grims Thomsens; liafi lienn þá gengið
að Grími og þefað af honum, fussað síðan við og sagt:
»Hún er dönsk af honum lyktin«.