Andvari - 01.01.1920, Page 99
íslandsvinalélagið þýzka.
<(Erindi flutt í félaginu »Germania« í marz 1920).
Félag vort*), er einkum hyggst að leggja rækt við
þýzka tungu og bókmentir, getur vart byrjað starfsemi
^ína betur en með því að skýra frá félagsskap og starf-
isemi vina vora á Þýzkalandi, er nefna sig »Ver-
einigung der Islandfreunde«. Raunar gætu margir
furðað sig á, að slíkur félagsskapur, er eingöngu fæst
við íslenzk (og færeysk) efni, skuli geta þrifist meðal
þeirrar þjóðar, er, að því er virðist, á alt það, er
land vort prýðir: náttúrufegurð, biminhá fjöll og
•djúpa dali, fannhvita jökla og hafið gnauðandi við
strendur og auk þessa laufþytinn og skógardýrðina,
er við verðum að fara á mis við. Þá er og loftslag
á Þýzkalandi miklu mildara og ef vér bærum sam-
an loftslag og lífskjör á íslandi og Suður-Þýzkalandi,
gætum vér spurt á svipaðan bátt og Mignon hans
Goethe, er þráði Ítalíu:
»Pekkiröu land, par gul sítrónan grær,
þar gulleplið í dökku laufi hlær,
frá hláum himni blænum andar dátt,
þar blómgast murtus vær og lártréð hátt?«
*) í marzmánuöi var stofnað í Revkjavik félag til aö eíla samúð milli
í'jóðverja og íslendinga og gcngu þá þegar um 70 manns i félagið. A
í'yrsta fundi var ofangreindur fvrirlestur fiuttur á þýzku.