Andvari - 01.01.1920, Page 100
60
íslandsvinafélagið þýzka
[Andvarí-
Oss ber því að leita að orsökum aðdáunar og vin-
arhugar Þjóðverja til vor annarsstaðar, í sérkennum
þýzkrar menningar og í germönskum blóðtengdum
þjóðanna. Landfræðilega er Þýzkaland í miðri Ev-
rópu, er hjartað í Evrópu og eins í menningarlegu
tilliti. Líkt og blóðið streymir til hjartans og frá
hjartanu, líkt er Þýzkaland meðalgöngumaður milli
erlendrar og eigin menningar. Þarf ekki annað en að
benda á áhrif franskrar menningar á þýzka á 17. öld
(sbr. Friðrik mikla og Goethe á 18. öld), áhrif enskra
bókmenta á þýzkar á 18. öld (sbr. Wieland og Les-
sing, Herder og Kant) og áhrif norræns skáldskapar
á þýzkan á 19. öld (Ibsen, Björnson o. 11.). Á svip-
aðan hátt hafa nágrannalönd Þýzkalands orðið fyrir
miklum áhrifum frá Þýzkalandi og gætir þessara á-
hrifa um víða veröld, einkum þó í Norður-Ameríku,
en Bandaríkjamenn hafa eins og kunnugt er hagað
skólafyrirkomulagi sinu (einkum háskólum) eftir
þýzkum fyrirmyndum. Þýzk menning er í eðli sinu
alheimsmenning, hún keppir eftir að ná yfir allan
heiminn og því er ekki hægt að ganga fram hjá
menningu einnar einstakrar þjóðar, hversu litil sem
hún er. A þýzkri tungu birtast því öll helztu rit allra
þjóða; draumórar og hugsjónir, er fæðst hafa yzt
við úthöf, eiga þar griðland. Þetta eitt nægir lil að
skýra, að eðlilegt er, að Þjóðverjar hafa fengist við
rannsóknir á fornum fræðum íslenzkum og nýjum.
í fornum fræðum íslenzkum má líta frumheimkynni
og kynnast heimilisháttum og hugsunum Germana,
forfeðra þjóðverja. Þegar hugsæisstefnan barst til
Þýzkalands í byrjun 19. aldar, fóru þýzkir fræðmenn
að gefa fornaldarritum meiri gaum og alheimsmenn-
ing Þjóðverja á einnig þessari skáldskaparstefnu mik-